Þúsundir Pokémon-spilara flykktust í Central Park í leit að sjaldgæfu skrímsli Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2016 10:12 Pokémon-spilarar í leit að Vaperon í Central Park. YouTube. Það er fátt eins vinsælt í dag og Pokémon Go-leikurinn og hafa notendur hans fundið áður óþekktan tilgang í lífinu. Leikurinn notast við GPS-kerfi síma og staðsetur þannig stafræn-skrímsli í nærumhverfi notenda sem sjást á gangi á ótrúlegustu stöðum í leitinni. Miðlar ytra hafa sagt fréttir af tveimur leikmönnum sem voru svo niðursokknir í leikinn að þeir gengu fram af kletti í San Diego í Bandaríkjunum á miðvikudag. Fallið var um 20 metrar en þeir eru sagðir hafa sloppið án alvarlegra meiðsla. Þá var fjórum táningum bjargað eftir að hafa týnst í sex klukkustundir í námu í Wiltshire í Bretlandi en þangað höfðu þeir farið í leit að Pokémonum. Á fimmtudag streymdu þúsundir leikmanna í Central Park í New York í leit að sjaldgæfum Pokémon-a, Vaporeon, sem birtist óvænt í garðinum.Á laugardag var leikurinn gerður aðgengilegur íbúum í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grikklandi, Grænlandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Svíþjóð og Sviss í gegnum Google Play Store og Apple App Store. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust mörg þúsund notenda við leikinn en netþjónar réðu hins vegar ekki við þennan fjölda og lá því leikurinn niðri mörgum stundum. Framleiðandi leiksins, Niantic, er sagður hafa farið fram úr sér með því að dreifa leiknum svo víða en á móti hafa framleiðendurnir sagst aldrei hafa búist við svo góðum viðtökum. Á meðan flestir eru ánægðir með að þessi leikur fái notendur til að hreyfa sig þá hafa nokkrir varað við notkun hans. Lögreglan í Bretlandi telur til að mynda þennan leik vera vopn í höndum glæpamanna sem ásælast verðmæta síma notenda. Fyrirtæki hafa notað leikinn til að lokka fólk inn í verslanir og veitingastaðir. Í leiknum sjálfum er hægt að leggja beitu fyrir Pokémon-skrímslin til að fá þau til að birtast á ýmsum stöðum. Fyrir það þarf að borga og hafa ýmis veitingastaðir og verslanir nýtt þennan möguleika til að láta skrímslin birtast fyrir utan sín fyrirtæki og fá þannig viðskiptavini. Þá hafa leikmenn verið bent á að spila ekki leikinn undir stýri og þar á meðal tryggingafélagið Sjóvá um liðna helgi. Pokemon Go Tengdar fréttir MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30 Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25 Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Það er fátt eins vinsælt í dag og Pokémon Go-leikurinn og hafa notendur hans fundið áður óþekktan tilgang í lífinu. Leikurinn notast við GPS-kerfi síma og staðsetur þannig stafræn-skrímsli í nærumhverfi notenda sem sjást á gangi á ótrúlegustu stöðum í leitinni. Miðlar ytra hafa sagt fréttir af tveimur leikmönnum sem voru svo niðursokknir í leikinn að þeir gengu fram af kletti í San Diego í Bandaríkjunum á miðvikudag. Fallið var um 20 metrar en þeir eru sagðir hafa sloppið án alvarlegra meiðsla. Þá var fjórum táningum bjargað eftir að hafa týnst í sex klukkustundir í námu í Wiltshire í Bretlandi en þangað höfðu þeir farið í leit að Pokémonum. Á fimmtudag streymdu þúsundir leikmanna í Central Park í New York í leit að sjaldgæfum Pokémon-a, Vaporeon, sem birtist óvænt í garðinum.Á laugardag var leikurinn gerður aðgengilegur íbúum í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Króatíu, Kýpur, Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grikklandi, Grænlandi, Ungverjalandi, Íslandi, Írlandi, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Svíþjóð og Sviss í gegnum Google Play Store og Apple App Store. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og bættust mörg þúsund notenda við leikinn en netþjónar réðu hins vegar ekki við þennan fjölda og lá því leikurinn niðri mörgum stundum. Framleiðandi leiksins, Niantic, er sagður hafa farið fram úr sér með því að dreifa leiknum svo víða en á móti hafa framleiðendurnir sagst aldrei hafa búist við svo góðum viðtökum. Á meðan flestir eru ánægðir með að þessi leikur fái notendur til að hreyfa sig þá hafa nokkrir varað við notkun hans. Lögreglan í Bretlandi telur til að mynda þennan leik vera vopn í höndum glæpamanna sem ásælast verðmæta síma notenda. Fyrirtæki hafa notað leikinn til að lokka fólk inn í verslanir og veitingastaðir. Í leiknum sjálfum er hægt að leggja beitu fyrir Pokémon-skrímslin til að fá þau til að birtast á ýmsum stöðum. Fyrir það þarf að borga og hafa ýmis veitingastaðir og verslanir nýtt þennan möguleika til að láta skrímslin birtast fyrir utan sín fyrirtæki og fá þannig viðskiptavini. Þá hafa leikmenn verið bent á að spila ekki leikinn undir stýri og þar á meðal tryggingafélagið Sjóvá um liðna helgi.
Pokemon Go Tengdar fréttir MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30 Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25 Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36 Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00 Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00 Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16 Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
MLS-lið kynnti nýjustu leikmenn liðsins með Pokemon-myndbandi | Myndband Vancouver Whitecaps fór nýjar leiðir til að tilkynna nýjustu leikmenn liðsins en félagið nýtti sér vinsældir Pokemon GO og kynnti leikmenn til liðsins með myndbandi úr leiknum. 16. júlí 2016 23:30
Nintendo-leikjatölvan aftur á markað Smækkuð útgáfa af sígildu Nintendo-leikjatölvunni NES, eða Nintendo Entertainment System, kemur í verslanir í nóvember. 14. júlí 2016 12:25
Annar í Pókemonveiðum á Klambratúni Fjöldi manns mættu annan daginn í röð til þess að veiða Pókemona á Klambratúni. 17. júlí 2016 17:36
Markaðsvirði Nintendo hækkaði um 1.100 milljarða króna á örfáum dögum Snjallsímaleikurinn Pokémon GO hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. 13. júlí 2016 07:00
Besti leikmaður EM veiðir Pokémon Frakkinn Antoine Griezmann hefur fundið sér eitthvað annað að gera í frítíma sínum en að spila FIFA og Football Manager. 15. júlí 2016 12:00
Pokemon Go fáanlegur á Íslandi á degi stærstu pókemon-veiða Íslandssögunnar Nú geta íslenskir snjallsímanotendur sótt leikinn í símann sinn. 16. júlí 2016 13:16
Veitingastaðir nota pokémona til að veiða viðskiptavini Herbragðið virðist virka og er hræódýrt. 15. júlí 2016 14:45