Sjö í haldi lögreglu vegna níðingsverksins í Nice Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. júlí 2016 12:50 Sjö eru nú í haldi franskra lögregluyfirvalda vegna mögulegrar aðildar að árásinni í Nice á fimmtudagskvöld þar sem 84 létu lífið. Í nótt voru karl og kona handtekin vegna málsins. Fimm voru þegar í haldi lögreglu. Þeirra á meðal er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem keyrði flutningabíl í gegnum mannþröng á breiðgötu í Nice þar sem fjöldi fólks var samankominn til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka síðastliðið fimmtudagskvöld. Yfir 80 létust í árásinni, 300 særðust, og enn liggja um þrjátíu manns alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi, þar af nokkur börn. Árásarmaðurinn, sem var 31 árs með ríkisfang í Túnis og Frakklandi, var skotinn til bana af lögreglu á staðnum. Búið er að leita á heimili Bouhlel, en lögregluyfirvöld segja ekkert benda til þess að hann hafi haft tengingu við öfgahópa. Rannsókn á bakgrunni hans er nú í fullum gangi og sagði saksóknari í Nice á blaðamannafundi í gær að að margt benti til þess að hann hefði snúist til öfgaskoðana síðustu mánuði. Þá segir vitni sem aðstoðað hefur lögreglu við rannsókn málsins að Bouhlel hafi heimsótt breiðgötuna þar sem hann gerði árásina nokkrum dögum fyrr til að undirbúa sig. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst því yfir að Bouhlel hafi framið verknaðinn fyrir þeirra tilstilli. Frændi árásarmannsins segir aftur á móti ólíklegt að hann hafi framið voðaverkið í nafni íslam. Bouhlel hafi ekki verið trúaður, hann drakk til að mynda áfengi, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. Þá sagðist frændinn ekki vita til þess að Bouhlel hafi nokkru sinni beðið eða farið í mosku. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Sjö eru nú í haldi franskra lögregluyfirvalda vegna mögulegrar aðildar að árásinni í Nice á fimmtudagskvöld þar sem 84 létu lífið. Í nótt voru karl og kona handtekin vegna málsins. Fimm voru þegar í haldi lögreglu. Þeirra á meðal er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem keyrði flutningabíl í gegnum mannþröng á breiðgötu í Nice þar sem fjöldi fólks var samankominn til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka síðastliðið fimmtudagskvöld. Yfir 80 létust í árásinni, 300 særðust, og enn liggja um þrjátíu manns alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi, þar af nokkur börn. Árásarmaðurinn, sem var 31 árs með ríkisfang í Túnis og Frakklandi, var skotinn til bana af lögreglu á staðnum. Búið er að leita á heimili Bouhlel, en lögregluyfirvöld segja ekkert benda til þess að hann hafi haft tengingu við öfgahópa. Rannsókn á bakgrunni hans er nú í fullum gangi og sagði saksóknari í Nice á blaðamannafundi í gær að að margt benti til þess að hann hefði snúist til öfgaskoðana síðustu mánuði. Þá segir vitni sem aðstoðað hefur lögreglu við rannsókn málsins að Bouhlel hafi heimsótt breiðgötuna þar sem hann gerði árásina nokkrum dögum fyrr til að undirbúa sig. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst því yfir að Bouhlel hafi framið verknaðinn fyrir þeirra tilstilli. Frændi árásarmannsins segir aftur á móti ólíklegt að hann hafi framið voðaverkið í nafni íslam. Bouhlel hafi ekki verið trúaður, hann drakk til að mynda áfengi, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. Þá sagðist frændinn ekki vita til þess að Bouhlel hafi nokkru sinni beðið eða farið í mosku.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38
ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17
Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07