ÍAV lögðu niður störf í Helguvík: "Eigum útistandandi hátt í þúsund milljónir“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 11:01 vísir/stöð 2 Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lögðu niður störf við kísilver United Silicon á hádegi í gær. Ástæðuna segir verktakafyrirtækið vera að það hafi ekki fengið greitt fyrir verkið. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.„Allt í allt þá eigum við útistandandi hátt í þúsund milljónir hjá þeim. Aðgerðir okkar í gær snerust um að lágmarka okkar tjón,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, í samtali við Vísi. „Stærstur hluti þessarar upphæðar er gjaldfallinn.“ Að sögn Sigurðar hafa stjórnendur United Silicon lýst því yfir að þeir hafi ekki í hyggju að greiða þetta. Fyrirtæki hans geti augljóslega ekki haldið áfram að vinna ef það er ekki staðið við gerða samninga. „Mig grunar einfaldlega að þeir eigi ekki fyrir framkvæmdinni.“ Verki ÍAV er að mestu lokið. Svipuð staða kom upp í síðasta mánuði en þá náðist samkomulag milli aðila. Þegar ÍAV lögðu niður störf ætluðu starfsmennirnir með sitt hafurtask af svæðinu. „Við eigum heilmikið af dóti þarna. Þeir voru að reyna að hindra okkur í að taka það sem við eigum,“ segir Sigurður en lögregla kom á staðinn til að skakka leikinn. „Við ætlum ekki að lenda í handalögmálum og því fer þetta fyrir dóm.“Málið fer fyrir gerðardóm Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hér á landi og einn eigenda verksmiðjunnar, hefur aðra sögu að segja. „Við riftum samningnum við ÍAV í gær þar sem þeir stóðu ekki við sinn hluta.“ Að sögn Magnúsar hefur hans fyrirtæki staðið við alla sinn hluta samkomulags aðila. United Silicon hafi greitt alla reikninga og að auki hafi ÍAV greiðsluábyrgð frá banka fyrirtækisins. „Ég hringdi á lögregluna í gær þegar þeir reyndu að taka græjur og útbúnað sem við höfum greitt fyrir. Það þurfti að stoppa,“ segir Magnús. Í samningi aðila er ákvæði um að deilur fari fyrir gerðardóm og mun hann koma saman sem fyrst. „Við fögnum því og trúm því að það fáist rétt lausn í þetta.“ Verksmiðja United Silicon er tilbúin að stærstum hluta. „Við ætlum að byrja í ágúst að vinna hérna. Það er allt svona 98 prósent tilbúið og aðeins eftir að tengja rafmagn og loftræstinguna.“Verksmiðjan eins og hún lítur út núna.mynd/united silicon Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka lögðu niður störf við kísilver United Silicon á hádegi í gær. Ástæðuna segir verktakafyrirtækið vera að það hafi ekki fengið greitt fyrir verkið. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.„Allt í allt þá eigum við útistandandi hátt í þúsund milljónir hjá þeim. Aðgerðir okkar í gær snerust um að lágmarka okkar tjón,“ segir Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV, í samtali við Vísi. „Stærstur hluti þessarar upphæðar er gjaldfallinn.“ Að sögn Sigurðar hafa stjórnendur United Silicon lýst því yfir að þeir hafi ekki í hyggju að greiða þetta. Fyrirtæki hans geti augljóslega ekki haldið áfram að vinna ef það er ekki staðið við gerða samninga. „Mig grunar einfaldlega að þeir eigi ekki fyrir framkvæmdinni.“ Verki ÍAV er að mestu lokið. Svipuð staða kom upp í síðasta mánuði en þá náðist samkomulag milli aðila. Þegar ÍAV lögðu niður störf ætluðu starfsmennirnir með sitt hafurtask af svæðinu. „Við eigum heilmikið af dóti þarna. Þeir voru að reyna að hindra okkur í að taka það sem við eigum,“ segir Sigurður en lögregla kom á staðinn til að skakka leikinn. „Við ætlum ekki að lenda í handalögmálum og því fer þetta fyrir dóm.“Málið fer fyrir gerðardóm Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri United Silicon hér á landi og einn eigenda verksmiðjunnar, hefur aðra sögu að segja. „Við riftum samningnum við ÍAV í gær þar sem þeir stóðu ekki við sinn hluta.“ Að sögn Magnúsar hefur hans fyrirtæki staðið við alla sinn hluta samkomulags aðila. United Silicon hafi greitt alla reikninga og að auki hafi ÍAV greiðsluábyrgð frá banka fyrirtækisins. „Ég hringdi á lögregluna í gær þegar þeir reyndu að taka græjur og útbúnað sem við höfum greitt fyrir. Það þurfti að stoppa,“ segir Magnús. Í samningi aðila er ákvæði um að deilur fari fyrir gerðardóm og mun hann koma saman sem fyrst. „Við fögnum því og trúm því að það fáist rétt lausn í þetta.“ Verksmiðja United Silicon er tilbúin að stærstum hluta. „Við ætlum að byrja í ágúst að vinna hérna. Það er allt svona 98 prósent tilbúið og aðeins eftir að tengja rafmagn og loftræstinguna.“Verksmiðjan eins og hún lítur út núna.mynd/united silicon
Tengdar fréttir Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Tenova Pyromet byggir ofn fyrir kísilverksmiðju United Silicon United Silicon í Helguvík hefur samið við alþjóðlega fyrirtækið Tenova Pyromet um byggingu og uppsetningu á risastórum 32 megavatta ljósbogaofni fyrir kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. 10. september 2014 14:45
Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10