Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2016 10:43 Einn af fórnarlömbum árásanna í Nice í gærkvöldi. vísir/getty Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. Þá eru átján alvarlega særðir á gjörgæslunni. Talið er líklegt að um hryðjuverkaárás sé að ræða en enn hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. „Við höfðum farið út í nokkra drykki og vorum á leiðinni niður á strönd þegar við vorum eiginlega stöðvuð af mannfjöldanum sem var að yfirgefa svæðið. Allt í einu, aðeins nokkrum metrum frá okkur, sáum við stóran hvítan sendiferðabíl,“ segir Czarnecki í samtali við Guardian.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki. Þegar ég var að labba til baka sá ég fólk hágrátandi á götunum á meðan verið var að leiða aðra í burtu.“ Anne Morris sá fólk flýja þar sem hún sat á bar í gamla bænum í Nice. „Hundruð manns hlupu framhjá barnum. Við náðum ekki neinu netsambandi svo enginn vissi hvað hafði gerst. Barinn lokaði og við fórum heim þar sem okkur hafði verið ráðlagt að vera ekki úti. Á leiðinni heim fékk ég sms um hvað hafði gerst. Þetta er hræðilega sorglegt. Chris sem er frá Edinborg er á leiðinni en hún hefur verið í fríi í Nice síðan á mánudag. Hún var ásamt maka sínum að horfa á flugeldana í gærkvöldi. „Við ákváðum að fara og fá okkur ís. Allt virtist í himnalagi þó að þegar ég líti til baka þá virðist það vera mjög skrýtið að bílar hafi verið að reyna að komast í gegnum mannþröngina. Það var einn bíll sem var að flauta alla og segja þeim að fara frá og ég hélt að bílstjórinn væri bara að vera dónalegur.“ Chris segir að svo hafi þau séð hundruð manna á hlaupum. „Mikil skelfing greip um sig og þetta var hryllilegt. Enginn virtist vita hvað var að gerast, fólk bara hljóp.“ Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. Þá eru átján alvarlega særðir á gjörgæslunni. Talið er líklegt að um hryðjuverkaárás sé að ræða en enn hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. „Við höfðum farið út í nokkra drykki og vorum á leiðinni niður á strönd þegar við vorum eiginlega stöðvuð af mannfjöldanum sem var að yfirgefa svæðið. Allt í einu, aðeins nokkrum metrum frá okkur, sáum við stóran hvítan sendiferðabíl,“ segir Czarnecki í samtali við Guardian.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki. Þegar ég var að labba til baka sá ég fólk hágrátandi á götunum á meðan verið var að leiða aðra í burtu.“ Anne Morris sá fólk flýja þar sem hún sat á bar í gamla bænum í Nice. „Hundruð manns hlupu framhjá barnum. Við náðum ekki neinu netsambandi svo enginn vissi hvað hafði gerst. Barinn lokaði og við fórum heim þar sem okkur hafði verið ráðlagt að vera ekki úti. Á leiðinni heim fékk ég sms um hvað hafði gerst. Þetta er hræðilega sorglegt. Chris sem er frá Edinborg er á leiðinni en hún hefur verið í fríi í Nice síðan á mánudag. Hún var ásamt maka sínum að horfa á flugeldana í gærkvöldi. „Við ákváðum að fara og fá okkur ís. Allt virtist í himnalagi þó að þegar ég líti til baka þá virðist það vera mjög skrýtið að bílar hafi verið að reyna að komast í gegnum mannþröngina. Það var einn bíll sem var að flauta alla og segja þeim að fara frá og ég hélt að bílstjórinn væri bara að vera dónalegur.“ Chris segir að svo hafi þau séð hundruð manna á hlaupum. „Mikil skelfing greip um sig og þetta var hryllilegt. Enginn virtist vita hvað var að gerast, fólk bara hljóp.“
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12