Íslenski boltinn

KR getur mætt West Ham komist það áfram í Evrópudeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
KR á enn þá möguleika á leik gegn West Ham.
KR á enn þá möguleika á leik gegn West Ham. vísir/anton brink
KR er enn í séns í einvígi sínu gegn svissneska liðinu Grasshopper eftir 3-3 jafntefli í frábærum fótboltaleik á Alvogen-vellinum í gærkvöldi.

Komist KR-ingar áfram geta þeir mætt enska stórliðinu West Ham í þriðju umferð forkeppninnar en dregið verður til hennar klukkan 11.00 að íslenskum tíma.

West Ham, Saint-Étienne, AZ Alkmaar og Hertha Berlín eru á meðal 25 liða sem koma beint inn í þriðju umferð forkeppninnar en enska liðið er í fimmta potti með KR.

Vesturbæjarliðið getur einnig mætt Gent frá Belgíu, Slovan Liberec frá Tékklandi, Midtjylland frá Danmörku, HJK Helsinki frá Finnlandi og Limassol frá Kýpur.

KR er eina íslenska liðið sem er eftir í keppninni en bæði Breiðablik og Valur féllu úr keppni í fyrstu umferð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×