Erlent

Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
"Þetta var svo friðsælt og allir í hátíðarskapi en svo skömmu eftir flugeldana kom trukkurinn og keyrði yfir fólkið.“
"Þetta var svo friðsælt og allir í hátíðarskapi en svo skömmu eftir flugeldana kom trukkurinn og keyrði yfir fólkið.“ Vísir/AFP
Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 

„Allir voru í sjokki. Allt í einu sá ég fólk flýja og öskra,“ segir Maryam.

„Fólk var að öskra „Þetta er hryðjuverkaárás, þetta er hryðjuverkaárás“ og það var augljóst að bílstjórinn keyrði inn í mannfjöldann viljandi. Ég labbaði smá spöl og það voru lík úti um allt. Ég sá að minnsta kosti þrjátíu lík á jörðinni og fjölda fólks sem var sært.“

„Ég sá tvær systur og einn bróður frá Póllandi þar sem þau voru syrgja tvö systkini sín sem höfðu dáið.“ 

Maryam segir að mannfjöldinn hafi verið samankominn til þess að fagna enda var þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn, í gær. 

„Þetta var svo friðsælt og allir í hátíðarskapi en svo skömmu eftir flugeldana kom trukkurinn og keyrði yfir fólkið.“ 

Þegar þetta er skrifað er staðfest að 77 manns hafi látist og margir eru slasaðir. Bílstjórinn var skotinn til bana af lögreglu. Saksóknarar í Frakklandi hafa hafið hryðjuverkarannsókn vegna árásarinnar en engin hryðjuverkasamtök hafa þó lýst ábyrgð á árásinni.


Tengdar fréttir

Myndir frá Nice

Mikil ringulreið ríkir nú á götum Nice þar sem óttast að yfir 70 manns hafi látist í því sem virðist hafa verið skipulögð árás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×