Erlent

Donald Trump tísti um atvikið í kvöld

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Donald Trump tísti um atvikið í Frakklandi um klukkustund eftir að fréttir byrjuðu að berast frá Nice.
Donald Trump tísti um atvikið í Frakklandi um klukkustund eftir að fréttir byrjuðu að berast frá Nice. Vísir/AFP
Donald Trump sem líklegast verður forsetaefni Repúblíkana í komandi forsetakosningum var snöggur að tjá sig um atvikið í Frakklandi. Trukkur keyrði inn í mannþröng í borginni Nice þar sem fólk hafði safnast saman til þess að horfa á flugeldasýningu.

Trump nýtti sér atvikið til þess að minna á stefnu sína varðandi hryðjuverkaárásir öfga múslima en ekki er enn vitað hver eða hverjir stóðu að árásinni. Trump segir í tísti sínu; "önnur hræðileg árás, að þessu sinni í Nice, Frakklandi. Hvenær ætlum við að læra?".

Tístið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×