Laun á Íslandi hækkað tvöfalt meira en á Norðurlöndum sæunn gísladóttir skrifar 15. júlí 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. „Ef við berum okkur saman við nágrannalöndin, þá er árshækkunin tvöfalt hærri, og afleiðingin er sú að við búum við viðvarandi talsvert hærra verðbólgustig en gengur og gerist þar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um nýja skýrslu sem sýnir að laun hækkuðu um 6,7 prósent að jafnaði á ári frá 2006 til 2015. Skýrslan sýnir að launaþróunin var hnífjöfn á tímabilinu; laun hækkuðu um 79,6 prósent á almennum vinnumarkaði, um 78,3 prósent hjá ríkinu og um 78,6 prósent hjá sveitarfélögum. Laun kvenna hækkuðu meira en karla. „Þetta sýnir hversu miklar launahækkanir hafa verið og fást ekki staðist til lengra tíma litið, það hefur aldrei gert það í sögulegu samhengi hjá okkur fyrr og engin ástæða er til að ætla að það muni gerast núna heldur,“ segir hann. Þorsteinn segir að það að launaþróunin hafi verið jöfn milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera ætti að stuðla að friði á vinnumarkaði fram á veginn. „Það er þá engin bráðnauðsynleg þörf fyrir einhverjar leiðréttingar innan hópa. Við erum með þennan grundvöll til að byggja á fyrir Salek-samkomulagið; að geta horft til launahækkana í takti við nágrannalöndin okkar sem ættu að geta stuðlað að mun lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi en við höfum þurft að venjast.“ Þorsteinn segir gengisstyrkingu krónu, hagstæðari viðskiptakjör og annað hafa hjálpað okkur að takast á við þessar miklu launahækkanir undanfarin árin. „Verðbólga síðustu tvö ár hefur verið minni en átti að vera. Það ætti enn frekar að hjálpa okkur að koma þessum málum fyrir þannig að við getum með sama hætti og nágrannalönd okkar búið yfir öflugri kaupmáttaraukningu, en á grundvelli lægri nafnlaunahækkana og lægri verðbólgu á ári en við höfum þurft að venjast,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Tengdar fréttir Laun hækkuðu um 80% á áratug Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. 14. júlí 2016 14:48 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Ef við berum okkur saman við nágrannalöndin, þá er árshækkunin tvöfalt hærri, og afleiðingin er sú að við búum við viðvarandi talsvert hærra verðbólgustig en gengur og gerist þar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um nýja skýrslu sem sýnir að laun hækkuðu um 6,7 prósent að jafnaði á ári frá 2006 til 2015. Skýrslan sýnir að launaþróunin var hnífjöfn á tímabilinu; laun hækkuðu um 79,6 prósent á almennum vinnumarkaði, um 78,3 prósent hjá ríkinu og um 78,6 prósent hjá sveitarfélögum. Laun kvenna hækkuðu meira en karla. „Þetta sýnir hversu miklar launahækkanir hafa verið og fást ekki staðist til lengra tíma litið, það hefur aldrei gert það í sögulegu samhengi hjá okkur fyrr og engin ástæða er til að ætla að það muni gerast núna heldur,“ segir hann. Þorsteinn segir að það að launaþróunin hafi verið jöfn milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera ætti að stuðla að friði á vinnumarkaði fram á veginn. „Það er þá engin bráðnauðsynleg þörf fyrir einhverjar leiðréttingar innan hópa. Við erum með þennan grundvöll til að byggja á fyrir Salek-samkomulagið; að geta horft til launahækkana í takti við nágrannalöndin okkar sem ættu að geta stuðlað að mun lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi en við höfum þurft að venjast.“ Þorsteinn segir gengisstyrkingu krónu, hagstæðari viðskiptakjör og annað hafa hjálpað okkur að takast á við þessar miklu launahækkanir undanfarin árin. „Verðbólga síðustu tvö ár hefur verið minni en átti að vera. Það ætti enn frekar að hjálpa okkur að koma þessum málum fyrir þannig að við getum með sama hætti og nágrannalönd okkar búið yfir öflugri kaupmáttaraukningu, en á grundvelli lægri nafnlaunahækkana og lægri verðbólgu á ári en við höfum þurft að venjast,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Tengdar fréttir Laun hækkuðu um 80% á áratug Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. 14. júlí 2016 14:48 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Laun hækkuðu um 80% á áratug Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. 14. júlí 2016 14:48