„Gríðarlega mikilvægt að geta endurheimt hann“ Þórhldur Þorkelsdóttir skrifar 14. júlí 2016 19:30 VÍSIR/SKJÁSKOT Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki við björgunaraðgerðir í Sveinsgili við Torfajökul í gær en aðstæður á vettvangi voru sérstaklega erfiðar og hættulegar. Kafari sem tók þátt í leitinni segir að samstarf björgunarsveita, lögreglu, ríkislögreglustjóra, slökkviliðs og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar hafi gert það að verkum að franski ferðamaðurinn fannst. Aðgerðirnar eru með þeim umfangsmestu í sögu Landsbjargar en ungur ferðamaður í gönguferð um svæðið rann af tuttugu metra þykkri íshellu við gilið og út í jökulá, sem bar bar hann undir íshelluna. Maðurinn fannst látinn seint í gærkvöldi. Hann var franskur ríkisborgari fæddur árið 1989. Fjórir kafarar frá Landhelgisgæslunni voru á staðnum en þeir eru allir hluti af sprengisveit gæslunnar sem tók þátt í að losa um ísinn í íshellunni svo auðveldara væri að moka snjónum burt. Jónas Karl Þorvaldsson, einn kafaranna, segir að aðstæður hafi verið gríðarlega erfiðar. Köfun í straumvatni sé alltaf mjög erfið og hættuleg, en þegar um er að ræða jökulá undir ís sé verkefnið vandasamt. „Við erum náttúrlega að kafa í lokuðu rými þarna. Við erum að kafa í straumvatni og þetta er jökulá þannig að það er ekkert skyggni. Það var mjög þröngt svo þetta voru ekki ákjósanlegar aðstæður til að kafa í. En við reyndum að tryggja aðstæður sem best þarna. Það var búið að græja útgönguleiðir og við köfuðum þetta á aðfluttu lofti. Þannig að við reyndum að gera þetta eins öruggt og hægt var,“ segir Jónas. Kafararnir höfðu verið að í um þrjá tíma þegar maðurinn fannst. Jónas segir það hafa verið mikinn létti. „Það var mikill léttir og sérstaklega þegar maður hugsar til aðstandenda, að geta skilað honum heim. Það náttúrlega er gríðarlega mikilvægt að geta endurheimt hann.“ Hann segir að gott samstarf hafi orðið til þess að vel gekk að skipuleggja og framkvæma aðgerðirnar. Góð samvinna hafi gert það að verkum að maðurinn fannst. „Það þurfti að vera með mikla útsjónarsemi í þetta. Bæði að nota keðjusagir til að saga ísinn og svo sprengdum við mikið til að mylja ísinn svo það væri hægt að moka hann. Með sameiginlegu átaki gekk þetta. Þetta gekk alveg ótrúlega vel miðað við þessar aðstæður sem voru þarna.“ Tengdar fréttir Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Í gær var leitað að frönskum ferðamanni sem rann af snjóhengju við Torfajökul út í jökulá. 14. júlí 2016 10:31 Ferðamaðurinn í Sveinsgili fundinn Björgunarmenn hafa staðsett manninn undir skaflinum við ánna þar sem leitað var. 13. júlí 2016 22:09 Maðurinn enn ófundinn: Kafarar Landhelgisgæslunnar á leið í Sveinsgil Sveitir á staðnum héldu stöðufund nú klukkan tvö. 13. júlí 2016 14:16 Þrekraun í Sveinsgili: „Þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum eru alveg einstakir“ "Manni leist ekkert á stöðuna þarna því það var ekkert hægt að koma neinum tækjum að,“ segir yfirmaður svæðisstjórnar. 14. júlí 2016 11:45 Ferðamaðurinn í Sveinsgili látinn Lík mannsins hefur verið flutt til byggða. 14. júlí 2016 07:54 Sérsveit lögreglu kölluð út í Hafnarfirði Lögregla fékk tilkynningu um vopnaðan mann. Hannssýndi enga ógnandi tilburði þegar lögregla kom á svæðið. 13. júlí 2016 18:10 Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili „Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur,“ segir Sigurður. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki við björgunaraðgerðir í Sveinsgili við Torfajökul í gær en aðstæður á vettvangi voru sérstaklega erfiðar og hættulegar. Kafari sem tók þátt í leitinni segir að samstarf björgunarsveita, lögreglu, ríkislögreglustjóra, slökkviliðs og sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar hafi gert það að verkum að franski ferðamaðurinn fannst. Aðgerðirnar eru með þeim umfangsmestu í sögu Landsbjargar en ungur ferðamaður í gönguferð um svæðið rann af tuttugu metra þykkri íshellu við gilið og út í jökulá, sem bar bar hann undir íshelluna. Maðurinn fannst látinn seint í gærkvöldi. Hann var franskur ríkisborgari fæddur árið 1989. Fjórir kafarar frá Landhelgisgæslunni voru á staðnum en þeir eru allir hluti af sprengisveit gæslunnar sem tók þátt í að losa um ísinn í íshellunni svo auðveldara væri að moka snjónum burt. Jónas Karl Þorvaldsson, einn kafaranna, segir að aðstæður hafi verið gríðarlega erfiðar. Köfun í straumvatni sé alltaf mjög erfið og hættuleg, en þegar um er að ræða jökulá undir ís sé verkefnið vandasamt. „Við erum náttúrlega að kafa í lokuðu rými þarna. Við erum að kafa í straumvatni og þetta er jökulá þannig að það er ekkert skyggni. Það var mjög þröngt svo þetta voru ekki ákjósanlegar aðstæður til að kafa í. En við reyndum að tryggja aðstæður sem best þarna. Það var búið að græja útgönguleiðir og við köfuðum þetta á aðfluttu lofti. Þannig að við reyndum að gera þetta eins öruggt og hægt var,“ segir Jónas. Kafararnir höfðu verið að í um þrjá tíma þegar maðurinn fannst. Jónas segir það hafa verið mikinn létti. „Það var mikill léttir og sérstaklega þegar maður hugsar til aðstandenda, að geta skilað honum heim. Það náttúrlega er gríðarlega mikilvægt að geta endurheimt hann.“ Hann segir að gott samstarf hafi orðið til þess að vel gekk að skipuleggja og framkvæma aðgerðirnar. Góð samvinna hafi gert það að verkum að maðurinn fannst. „Það þurfti að vera með mikla útsjónarsemi í þetta. Bæði að nota keðjusagir til að saga ísinn og svo sprengdum við mikið til að mylja ísinn svo það væri hægt að moka hann. Með sameiginlegu átaki gekk þetta. Þetta gekk alveg ótrúlega vel miðað við þessar aðstæður sem voru þarna.“
Tengdar fréttir Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27 Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11 Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51 Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Í gær var leitað að frönskum ferðamanni sem rann af snjóhengju við Torfajökul út í jökulá. 14. júlí 2016 10:31 Ferðamaðurinn í Sveinsgili fundinn Björgunarmenn hafa staðsett manninn undir skaflinum við ánna þar sem leitað var. 13. júlí 2016 22:09 Maðurinn enn ófundinn: Kafarar Landhelgisgæslunnar á leið í Sveinsgil Sveitir á staðnum héldu stöðufund nú klukkan tvö. 13. júlí 2016 14:16 Þrekraun í Sveinsgili: „Þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum eru alveg einstakir“ "Manni leist ekkert á stöðuna þarna því það var ekkert hægt að koma neinum tækjum að,“ segir yfirmaður svæðisstjórnar. 14. júlí 2016 11:45 Ferðamaðurinn í Sveinsgili látinn Lík mannsins hefur verið flutt til byggða. 14. júlí 2016 07:54 Sérsveit lögreglu kölluð út í Hafnarfirði Lögregla fékk tilkynningu um vopnaðan mann. Hannssýndi enga ógnandi tilburði þegar lögregla kom á svæðið. 13. júlí 2016 18:10 Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili „Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur,“ segir Sigurður. 14. júlí 2016 07:00 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Féll niður um snjóbrú Aðstæður eru nokkuð erfiðar í Sveinsgili en leitað er að manni sem féll í ánna fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 20:52
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Erlendur ferðamaður féll ofan í á við Sveinsgil norðan Torfajökuls í gærkvöldi. 13. júlí 2016 07:27
Féll í á við Sveinsgil Björgunarsveitirnar frá Hellu að Kirkjubæjarklaustri voru kallaðar út vegna manns sem féll í á við Sveinsgil fyrr í kvöld. 12. júlí 2016 19:11
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir: Maðurinn féll fram af snjóhengjunni Sveinsgil er í Torfajökli á Fjallabaksleið nyrðri en mennirnir tveir voru aðeins í dagsferð um svæðið. 13. júlí 2016 10:51
Fékk hjartaáfall við björgunaraðgerðir í Sveinsgili Í gær var leitað að frönskum ferðamanni sem rann af snjóhengju við Torfajökul út í jökulá. 14. júlí 2016 10:31
Ferðamaðurinn í Sveinsgili fundinn Björgunarmenn hafa staðsett manninn undir skaflinum við ánna þar sem leitað var. 13. júlí 2016 22:09
Maðurinn enn ófundinn: Kafarar Landhelgisgæslunnar á leið í Sveinsgil Sveitir á staðnum héldu stöðufund nú klukkan tvö. 13. júlí 2016 14:16
Þrekraun í Sveinsgili: „Þessir sjálfboðaliðar sem við Íslendingar eigum eru alveg einstakir“ "Manni leist ekkert á stöðuna þarna því það var ekkert hægt að koma neinum tækjum að,“ segir yfirmaður svæðisstjórnar. 14. júlí 2016 11:45
Sérsveit lögreglu kölluð út í Hafnarfirði Lögregla fékk tilkynningu um vopnaðan mann. Hannssýndi enga ógnandi tilburði þegar lögregla kom á svæðið. 13. júlí 2016 18:10
Engar „óþarfa hetjudáðir“ í Sveinsgili „Þetta er ekki fyrir hvern sem er, bæði hættulegt og erfitt. Vatnið er afar kalt og það er mikill straumur,“ segir Sigurður. 14. júlí 2016 07:00