AGS metur mögulegar endurheimtur ríkisins vegna hrunsins meiri en áður var talið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 15:27 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“ Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“
Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00
Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14