Fótbolti

Skórnir ekki á leið upp í hillu hjá Eiði Smára: Vil komast aftur út á völlinn | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen hjálpaði til við þjálfun í fótboltaskóla Barcelona fyrir stúlkur sem lauk í dag.



Eiður er í miklum metum hjá Barcelona en hann lék með Katalóníuliðinu á árunum 2006-09.

Sjá einnig: Varaforseti Barcelona: Eiður Smári er íslenska goðið hjá Barca

Eiður leikur nú með Molde en hann heldur út til Noregs á morgun.

„Ég spila væntanlega á sunnudaginn,“ sagði Eiður í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að skórnir séu ekki á leið upp í hillu.

„Ég ætla að spila eins lengi og ég hef gaman að og líkaminn leyfir. Mér hefur sjaldan liðið betur og ætla bara að njóta þess að vera í fótbolta,“ sagði Eiður sem kom við sögu í tveimur leikjum með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi.

Sjá einnig: Eiður verður ekki aðstoðarþjálfari Heimis hjá landsliðinu

„Ég ákvað að taka 10 daga frí þar sem ég hugsaði málin og ég verð að viðurkenna að hungrið er komið aftur. Ég vil bara komast aftur á völlinn,“ sagði Eiður. Hann vildi ekkert gefa upp hvort hann væri hættur í landsliðinu.

„Hvað á ég að segja? Ég vil ekki vera með yfirlýsingar. Við sjáum til,“ sagði þessi markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×