Tækifæri til að bæta hag neytenda og bænda skjóðan skrifar 13. júlí 2016 11:00 Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í síðustu viku um 480 milljónir vegna grófra samkeppnisbrota. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðila á mun hærra verði en til fyrirtækja sem tengd voru MS eignarböndum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram í ákvörðun sinni að MS hafi þvælst fyrir í málinu og haldið gögnum frá rannsókn þess. Niðurstaðan er sú að MS hafi vísvitandi misnotað markaðsráðandi stöðu sína til að keyra Mjólku í þrot, tekið svo yfir reksturinn og þá lækkað hrámjólkurverð til fyrirtækisins. Ekki voru fyrstu viðbrögð forsvarsmanna MS við þessari sekt traustvekjandi. Forstjóri fyrirtækisins lét sér fátt um finnast og sagði að sektinni yrði á endanum velt út í verðlagið og því yrðu það viðskiptavinir MS, neytendur, sem myndu greiða hana. Þetta samkeppnisbrotamál MS er mikill áfellisdómur yfir fyrirtækinu sjálfu en ekki síður yfir íslenskum stjórnvöldum og þeim stjórnmálamönnum sem komið hafa íslenskum mjólkuriðnaði í það horf sem nú er. Þá er það vissulega galli á lögum um viðurlög við samkeppnisbrotum að það skuli ávallt vera fyrirtækin sem greiða sektir en ekki stjórnendurnir sem gerast sekir um þau brot. Það er mikilvægt að hafa í huga að það eru mennirnir sem stjórna fyrirtækjunum sem taka ákvarðanir en ekki fyrirtækin sem slík. Þessi galli er sérstaklega skaðlegur þar sem fákeppni eða einokun ríkir, líkt og í mjólkuriðnaði, fjármálaþjónustu og eldsneytissölu. Fram til þessa hefur stjórnvaldssektum kinnroðalaust verið velt yfir á neytendur í gegnum verðhækkanir. Það er hins vegar ekki náttúrulögmál að mjólkuriðnaður á Íslandi sé fastur í hlekkjum fákeppni og einokunar. Stjórnmálamenn hafa vísvitandi fært vel pólitískt tengdum fyrirtækjum á borð við MS og Kaupfélag Skagfirðinga einokunarstöðu gagnvart neytendum og bændum. Einfaldasta lausnin til að losa greinina úr viðjum hafta og einokunar er að brjóta niður verndarmúra og leyfa frjálsan innflutning á hvers kyns mjólkurafurðum. Engin heilbrigðisrök standa til þess að hefta innflutning á mjólkurafurðum. Reynslan af frelsi í innflutningi á grænmeti gefur til kynna að hagur kúabænda muni vænkast við afnám innflutningshafta. Eftir stendur að einokunar- og haftakerfið í mjólkuriðnaði þjónar einungis hagsmunum MS og Kaupfélags Skagfirðinga en skaðar bæði bændur og neytendur. Í raunverulegu samkeppnisumhverfi gæti MS ekki beitt smærri samkeppnisaðila bolabrögðum og í öllu falli ekki velt sektum yfir á neytendur með verðhækkunum. Verði opnað fyrir frjálsan innflutning mjólkurafurða eiga íslenskir neytendur völ á bestu innfluttum ostum á skikkanlegu verði en líklegt er að innlendir framleiðendur standi sterkir að vígi í vörum með skemmra geymsluþol, á borð við nýmjólk, skyr og þess háttar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í síðustu viku um 480 milljónir vegna grófra samkeppnisbrota. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðila á mun hærra verði en til fyrirtækja sem tengd voru MS eignarböndum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram í ákvörðun sinni að MS hafi þvælst fyrir í málinu og haldið gögnum frá rannsókn þess. Niðurstaðan er sú að MS hafi vísvitandi misnotað markaðsráðandi stöðu sína til að keyra Mjólku í þrot, tekið svo yfir reksturinn og þá lækkað hrámjólkurverð til fyrirtækisins. Ekki voru fyrstu viðbrögð forsvarsmanna MS við þessari sekt traustvekjandi. Forstjóri fyrirtækisins lét sér fátt um finnast og sagði að sektinni yrði á endanum velt út í verðlagið og því yrðu það viðskiptavinir MS, neytendur, sem myndu greiða hana. Þetta samkeppnisbrotamál MS er mikill áfellisdómur yfir fyrirtækinu sjálfu en ekki síður yfir íslenskum stjórnvöldum og þeim stjórnmálamönnum sem komið hafa íslenskum mjólkuriðnaði í það horf sem nú er. Þá er það vissulega galli á lögum um viðurlög við samkeppnisbrotum að það skuli ávallt vera fyrirtækin sem greiða sektir en ekki stjórnendurnir sem gerast sekir um þau brot. Það er mikilvægt að hafa í huga að það eru mennirnir sem stjórna fyrirtækjunum sem taka ákvarðanir en ekki fyrirtækin sem slík. Þessi galli er sérstaklega skaðlegur þar sem fákeppni eða einokun ríkir, líkt og í mjólkuriðnaði, fjármálaþjónustu og eldsneytissölu. Fram til þessa hefur stjórnvaldssektum kinnroðalaust verið velt yfir á neytendur í gegnum verðhækkanir. Það er hins vegar ekki náttúrulögmál að mjólkuriðnaður á Íslandi sé fastur í hlekkjum fákeppni og einokunar. Stjórnmálamenn hafa vísvitandi fært vel pólitískt tengdum fyrirtækjum á borð við MS og Kaupfélag Skagfirðinga einokunarstöðu gagnvart neytendum og bændum. Einfaldasta lausnin til að losa greinina úr viðjum hafta og einokunar er að brjóta niður verndarmúra og leyfa frjálsan innflutning á hvers kyns mjólkurafurðum. Engin heilbrigðisrök standa til þess að hefta innflutning á mjólkurafurðum. Reynslan af frelsi í innflutningi á grænmeti gefur til kynna að hagur kúabænda muni vænkast við afnám innflutningshafta. Eftir stendur að einokunar- og haftakerfið í mjólkuriðnaði þjónar einungis hagsmunum MS og Kaupfélags Skagfirðinga en skaðar bæði bændur og neytendur. Í raunverulegu samkeppnisumhverfi gæti MS ekki beitt smærri samkeppnisaðila bolabrögðum og í öllu falli ekki velt sektum yfir á neytendur með verðhækkunum. Verði opnað fyrir frjálsan innflutning mjólkurafurða eiga íslenskir neytendur völ á bestu innfluttum ostum á skikkanlegu verði en líklegt er að innlendir framleiðendur standi sterkir að vígi í vörum með skemmra geymsluþol, á borð við nýmjólk, skyr og þess háttar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira