Birtingarmynd kerfisins stjórnarmaðurinn skrifar 13. júlí 2016 11:00 Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur eins og kunnugt er sektað Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Með einföldun má segja að MS hafi selt keppinautum á borð við Örnu, Mjólku og Kú mjólk á uppsprengdu verði, en undirverðlagt mjólkina til eigin framleiðsludeildar og í endursölu til Kaupfélags Skagfirðinga. KS er einmitt annar tveggja eigenda MS. Hinn er Auðhumla, samvinnufélag í eigu kúabænda. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfestir það sem lengi hefur verið almannarómur. Mjólkursamsalan hefur um áraraðir gert keppinautum lífið leitt og markvisst reynt að keyra þá í þrot. Sagan af Mjólku og mörgum öðrum, sem þurft hafa að leggja upp laupana meðal annars vegna háttsemi MS er staðfesting á því. Mjólkursamsalan hefur reynt að kæfa alla samkeppni í fæðingu með tilheyrandi tilkostnaði fyrir neytendur, sem greiða eitt hæsta verð fyrir mjólkurvörur sem fyrirfinnst á byggðu bóli. Því er það sem olía á eldinn að heyra forstjórann staðhæfa að öllum fjárhagslegum skakkaföllum sem til falla vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins verði velt yfir á neytendur. Félög eins Mjólkursamsalan eiga ekki raunverulega eigendur, þau verða ríki í ríkinu og valdastöðvar fyrir stjórnendurna. Bréf í slíkum félögum ganga almennt ekki kaupum og sölum, stjórnendurnir eiga ekki beina fjárhagslega hagsmuni undir (að öðru leyti en sinn mánaðarlega launatékka) og tilvist þeirra fer því oft að snúast um eitthvað allt annað en það sem telja má hefðbundin viðskipti. Mál Mjólkursamsölunnar er rakið dæmi um slíkt. Augljóst er jafnframt að bændur una hag sínum ekki vel í núverandi kerfi. Fjárhagsleg kjör bænda eru almennt slæm og gríðarleg sóun innbyggð í kerfið. Þeir bænda sem hafa trú á eigin getu hljóta að fagna hugmyndum um að ríkisstyrkjum til landbúnaðar verði hætt, eða þeir að minnsta kosti skrúfaðir niður til mikilla muna. Dæmi frá öðrum löndum sýna að greinin þyrfti ekki að kvíða slíkum breytingum til lengri tíma litið. Núverandi fyrirkomulag á nú að festa enn frekar í sessi með búvörusamningum sem liggja fyrir Alþingi. Undarlegt er að flokkar sem kenna sig við frjáls viðskipti íhugi eina sekúndu að veita slíku helsismáli framgöngu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira