Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Una Sighvatsdóttir skrifar 12. júlí 2016 18:51 Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður." Brexit Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Sú hugmynd að tengja íslenskan raforkumarkað við Evrópu með sæstreng hefur verið á borðinu í um 6ö ár. Nú hefur verið unnin ítarleg greining á möguleikum og áhrifum þess að flytja rafmagn héðan frá Íslandsströndum til Bretlands, um 1200 km leið. Viðræður við bresk stjórnvöld um möguleikann á sæstreng hófust í kjölfar fundar forsætisráðherra landanna í október 2015. Bretar horfa hingað vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar í landi, en frá Íslands hálfu hefur verið rætt um eitt stærsta viðskiptatækifæri ríkisins í seinni tíð. Nú er hinsvegar ljóst að lagning sæstrengs næði ekki lágmarksarðsemi án beins fjárhagslegs stuðnings frá breskum stjórnvöldum. Þetta er niðurstaðan eftir viðamikla gagnaöflun verkefnastjórnar atvinnuvegaráðuneytisins, sem kynnt var í dag.Erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði „Það er mjög mikilvægt að við fáum það fram að þetta verkefni er ekki arðsamt nema að til komi þessi stuðningur. Það er eitthvað sem við vissum ekki áður, og þessi efnahagslega ábatagreining hefur leitt í ljós," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Niðurstaða Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hjálpar ekki til við að skýra stöðuna, enda gerðu Bretar ráð fyrir Evrópustyrkjum til verkefnisins sem nú detta væntanlega upp fyrir. Þá átti tengipunktur strengsins að vera í Skotlandi, sem alls óvíst er hvort muni tilheyra Bretlandi mikið lengur verði Brexit að veruleika. Ragnheiður Elín segir því erfitt að segja til um hversu viljugir Bretar verði til fjárstuðnings við sæstreng.Flutningskerfið þyrfti að geta borið tvær Kárahnjúkavirkjanir „Það er einnig ljóst að við þurfum að fara út í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir og styrkingar á flutningskerfi upp á 400 kílówatta línu, annað hvort yfir hálendið eða meðfram byggðinni, eða tvöfaldar 220 kw línur. Sem eru gríðarlegar framkvæmdir og við vitum hér hvernig slík umræða hefur verið á undanförnum árum," segir Ragnheiður Elín. Samkvæmt skýrslunni myndi sæstrengur til Bretlands kalla á fjárfestingar í raforkuvinnslu upp á rúm 1400 megawött, sem er um tvöfalt uppsett afl Kárahnjúkavirkjunnar. Sú orka myndi koma að hluta úr nýtingaflokki rammáætlunar, sem Ragnheiður Elín bendir á að ólíklegt sé að samstaða náist um. Því sé ljóst að engin ákvörðun verði tekin um sæstreng til Bretlands á þessu kjörtímabili. „Þessu verkefni er hvergi nærri lokið en við vitum meira en við gerðum áður."
Brexit Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira