Biðst velvirðingar á klaufalegu orðalagi: Segir að neytendur muni ekki bera mögulega sektargreiðslu MS Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 16:15 Ari Edwald forstjóri MS. vísir Ari Edwald forstjóri MS biðst velvirðingar á klaufalegu orðalagi þegar hann gaf í skyn að neytendur myndu borga sektargreiðslu sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir helgi. Í tilkynningu frá Ara segir hann að neytendur muni ekki bera mögulega sektargreiðslu MS: „Umræða um sekt er heldur ekki tímabær þar sem málinu er ekki lokið og fer nú til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. MS gerir sér sterkar vonir um að endanleg niðurstaða í þessu máli muni ekki fela í sér viðurlög fyrir MS. Stjórnendur MS hafa alltaf lagt ríka áherslu á að starfa í samræmi við lög og reglur. MS hefur enda aldrei sætt niðurstöðu um að hafa brotið samkeppnisreglur, hvorki af hálfu stjórnvalda né dómstóla,“ segir Ari í tilkynningunni. Mikil umræða hefur skapast um stöðu MS á markaði í kjölfar sektar Samkeppniseftirlitsins en í úrskurði þess segir að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með alvarlegum hætti. Hafa fjölmargir neytendur í kjölfarið gripið til þess ráðs að sniðganga vörur MS og versla frekar vörur frá til dæmis Örnu og KÚ. Í tilkynningunni rekur Ari hvernig ákvarðanir um verð á helstu mjólkurvörum í heildsölu og lágmarksverð til bænda eru teknar af opinberri verðlagsnefnd. „Þar á meðal eru verðákvarðanir á öllum hráefnum sem seld eru samkeppnisaðilum MS og öðrum matvælaframleiðendum. Við ákvarðanatöku styðst verðlagsnefnd meðal annars við kostnaðarþróun í rekstri kúabúa og afurðastöðva. MS hefur því ekki nokkra hagsmuni eða getu til að misnota þá stöðu sem félagið er í. Þvert á móti eru það hagsmunir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á markaði og að vöruþróun fleiri fyrirtækja skili árangri. Skýrsla Hagfræðistofnunar frá síðasta ári og fleiri rannsóknir staðfesta, að sú umgjörð sem mjólkurframleiðsla hefur búið við á undanförnum árum hefur leitt til mikillar hagræðingar í greininni. Sú hagræðing hefur síðan skilað sér til neytenda í lækkuðu vöruverði, sem nemur milljörðum króna árlega,“ segir í tilkynningu forstjóra MS. Tengdar fréttir FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar Neytendur virðast farnir að sniðganga MS í stórum stíl. 12. júlí 2016 12:47 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ari Edwald forstjóri MS biðst velvirðingar á klaufalegu orðalagi þegar hann gaf í skyn að neytendur myndu borga sektargreiðslu sem Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið fyrir helgi. Í tilkynningu frá Ara segir hann að neytendur muni ekki bera mögulega sektargreiðslu MS: „Umræða um sekt er heldur ekki tímabær þar sem málinu er ekki lokið og fer nú til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. MS gerir sér sterkar vonir um að endanleg niðurstaða í þessu máli muni ekki fela í sér viðurlög fyrir MS. Stjórnendur MS hafa alltaf lagt ríka áherslu á að starfa í samræmi við lög og reglur. MS hefur enda aldrei sætt niðurstöðu um að hafa brotið samkeppnisreglur, hvorki af hálfu stjórnvalda né dómstóla,“ segir Ari í tilkynningunni. Mikil umræða hefur skapast um stöðu MS á markaði í kjölfar sektar Samkeppniseftirlitsins en í úrskurði þess segir að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með alvarlegum hætti. Hafa fjölmargir neytendur í kjölfarið gripið til þess ráðs að sniðganga vörur MS og versla frekar vörur frá til dæmis Örnu og KÚ. Í tilkynningunni rekur Ari hvernig ákvarðanir um verð á helstu mjólkurvörum í heildsölu og lágmarksverð til bænda eru teknar af opinberri verðlagsnefnd. „Þar á meðal eru verðákvarðanir á öllum hráefnum sem seld eru samkeppnisaðilum MS og öðrum matvælaframleiðendum. Við ákvarðanatöku styðst verðlagsnefnd meðal annars við kostnaðarþróun í rekstri kúabúa og afurðastöðva. MS hefur því ekki nokkra hagsmuni eða getu til að misnota þá stöðu sem félagið er í. Þvert á móti eru það hagsmunir MS og bænda að sem mest magn af mjólk sé unnið og selt á markaði og að vöruþróun fleiri fyrirtækja skili árangri. Skýrsla Hagfræðistofnunar frá síðasta ári og fleiri rannsóknir staðfesta, að sú umgjörð sem mjólkurframleiðsla hefur búið við á undanförnum árum hefur leitt til mikillar hagræðingar í greininni. Sú hagræðing hefur síðan skilað sér til neytenda í lækkuðu vöruverði, sem nemur milljörðum króna árlega,“ segir í tilkynningu forstjóra MS.
Tengdar fréttir FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar Neytendur virðast farnir að sniðganga MS í stórum stíl. 12. júlí 2016 12:47 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44
Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar Neytendur virðast farnir að sniðganga MS í stórum stíl. 12. júlí 2016 12:47