Hluti af dagskrá Iceland Airwaves verður á Hard Rock í Lækjargötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 15:59 Hér mun Hard Rock opna í haust. Vísir/Stefán Nýr Hard Rock-staður opnar í Lækjargötu í haust í húsinu sem áður hýsti Iðu. Er stefnt að því að staðurinn verði opnaður áður en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst í nóvember enda er búið að ganga frá því að kjallari staðarins verði notaður fyrir hluta af dagskrá hátíðarinnar. Hard Rock á Íslandi opnaði fyrst í Kringlunni árið 1987 en lokaði fyrir ellefu árum. Hönnun staðarins verður í samræmi við nýtt og endurhannað útlit Hard Rock-staðanna og þar af leiðandi talsvert öðruvísi en því því sem fólk á að venjast á Hard Rock, að því er fram kemur í tilkynningu en Reykjavík verður ein fyrsta borgin þar sem opnar staður með þessu nýja útliti. Hard Rock í Lækjargötu verður á þremur hæðum á um þúsund fermetrum og mun geta tekið við 250 gestum. „Á jarðhæð nýja staðarins í Lækjargötu verður móttaka og verslun sem selur boli og annan varning merktan Hard Rock. Einnig er gert ráð fyrir að leigja hluta af jarðhæðinni út til ótengds aðila. Það er þó ljóst að þar verður annað hvort verslun eða þjónusta þar sem ekki er leyfi til veitingasölu á jarðhæð. Á annarri hæð hússins verður svo sjálfur Hard Rock veitingastaðurinn með opnu eldhúsi og útsýni yfir miðborgina. Í kjallara hússins verður sérstakur kokteilbar ásamt veitingasal sem einnig verður leigður út fyrir sérstakar uppákomur,“ segir í tilkynningu. Þannig er stefnt að því að vera með reglulega viðburði í kjallaranum, til dæmist tónleika og uppistand þar sem hljóðkerfið verður með því besta sem völ er á. Þá hefur einnig mikið verið lagt í hönnun og frágang staðarins. „Stefnt er að því að vera með sérstakan „hall of fame“ frægðarvegg fyrir íslenska listamenn inni á staðnum en sú hugmynd er þó enn á frumstigi. [...] Eigendur Hard Rock á Íslandi eru Eyja fjárfestingarfélag, sem er í eigu Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, ásamt Högna Sigurðssyni sem leitt hefur hópinn sem stendur að komu Hard Rock hingað til lands. Eyja fjárfestingarfélag er hluthafi í Domino‘s á Íslandi, Joe & the Juice, Snaps, Jómfrúarinnar og Gló,“ segir í tilkynningu. Airwaves Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22 Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Nýr Hard Rock-staður opnar í Lækjargötu í haust í húsinu sem áður hýsti Iðu. Er stefnt að því að staðurinn verði opnaður áður en Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin hefst í nóvember enda er búið að ganga frá því að kjallari staðarins verði notaður fyrir hluta af dagskrá hátíðarinnar. Hard Rock á Íslandi opnaði fyrst í Kringlunni árið 1987 en lokaði fyrir ellefu árum. Hönnun staðarins verður í samræmi við nýtt og endurhannað útlit Hard Rock-staðanna og þar af leiðandi talsvert öðruvísi en því því sem fólk á að venjast á Hard Rock, að því er fram kemur í tilkynningu en Reykjavík verður ein fyrsta borgin þar sem opnar staður með þessu nýja útliti. Hard Rock í Lækjargötu verður á þremur hæðum á um þúsund fermetrum og mun geta tekið við 250 gestum. „Á jarðhæð nýja staðarins í Lækjargötu verður móttaka og verslun sem selur boli og annan varning merktan Hard Rock. Einnig er gert ráð fyrir að leigja hluta af jarðhæðinni út til ótengds aðila. Það er þó ljóst að þar verður annað hvort verslun eða þjónusta þar sem ekki er leyfi til veitingasölu á jarðhæð. Á annarri hæð hússins verður svo sjálfur Hard Rock veitingastaðurinn með opnu eldhúsi og útsýni yfir miðborgina. Í kjallara hússins verður sérstakur kokteilbar ásamt veitingasal sem einnig verður leigður út fyrir sérstakar uppákomur,“ segir í tilkynningu. Þannig er stefnt að því að vera með reglulega viðburði í kjallaranum, til dæmist tónleika og uppistand þar sem hljóðkerfið verður með því besta sem völ er á. Þá hefur einnig mikið verið lagt í hönnun og frágang staðarins. „Stefnt er að því að vera með sérstakan „hall of fame“ frægðarvegg fyrir íslenska listamenn inni á staðnum en sú hugmynd er þó enn á frumstigi. [...] Eigendur Hard Rock á Íslandi eru Eyja fjárfestingarfélag, sem er í eigu Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, ásamt Högna Sigurðssyni sem leitt hefur hópinn sem stendur að komu Hard Rock hingað til lands. Eyja fjárfestingarfélag er hluthafi í Domino‘s á Íslandi, Joe & the Juice, Snaps, Jómfrúarinnar og Gló,“ segir í tilkynningu.
Airwaves Tengdar fréttir Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28 Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22 Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Hard Rock á leið í Iðuhúsið Verslun Iðu við Lækjargötu 2A mun loka um áramótin og Hard Rock taka við. 28. desember 2015 14:28
Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Fjárfestar sem vilja opna Hard Rock stað í Lækjargötu sendu umsókn sína inn á föstudag í síðustu viku og vænta jákvæðra viðbragða. 8. mars 2016 13:22
Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi og íhugar að opna. Ef af verður mun Hard Rock opna á ný hér á landi árið 2016. 18. september 2015 07:00