Innlent

Fjárkúgun enn á borði saksóknara

Snærós Sindradóttir skrifar
Systurnar Malín og Hlín.
Systurnar Malín og Hlín.
Héraðssaksóknari tekur innan tíðar ákvörðun um það hvort systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand muni sæta ákæru fyrir tilraun til að kúga fé út úr Sigmundi Davíð Gunnlaugassyni er hann var forsætisráðherra. Málið er komið á borð saksóknara en nýtur ekki forgangs innan embættisins.

Systurnar voru handteknar í lok maí í fyrra í umfangsmiklum aðgerðum sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Í þeim var bíll forsætisráðherra notaður til að koma fyrir tösku með peningum eftir gefnum leiðbeiningum systranna.

Malin Brand. Vísir/Vilhelm
Í kjölfarið kom upp annað mál tengt systrunum. Maður sem Hlín ber að hafi nauðgað sér nokkrum vikum áður fór að kröfu systranna og greiddi þeim peninga gegn því að sleppa við kæru. Rannsókn á því máli hefur tafið það innan lögreglukerfisins svo ekki var hægt að senda það til héraðssaksóknara fyrr en nú.

Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir að líklega verði málið tekið fyrir fljótlega eða þegar tími gefst til. 

Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×