41 árs hlaupari mun setja nýtt bandarískt met á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 19:45 Bernard Lagat fagnar ÓL-sæti sínum með börnum sínum. Vísir/Getty Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Sjá meira
Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Hörð rimma granna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Sjá meira