Húh-ið okkar Íslendinga í stóru hlutverki í uppgjörsmyndbandi Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 11:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fagnar vel heppnuðu víkingaklappi eftir sigurinn á Austurríki. Vísir/EPA Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Evrópumótinu í fótbolta lauk í gær eftir mánaðarfótboltaveislu í Frakklandi. Ísland átti sviðsljósið um tíma á mótinu og verður eflaust alltaf með í umræðunni þegar EM í Frakklandi 2016 verður rifjað upp. Enski miðillinn Guardian ákvað að setja saman teiknimynd til að gera upp Evrópumótið í heimasíðu sinni. Þar má sjá enn eitt dæmi um að íslenski andinn hafi fangað athygli heimsins á meðan Evrópumótinu stóð. Íslensku strákarnir og íslenska stuðningsfólkið fær að sjálfsögðu stóran sess í þessu flotta myndbandi. Það má sjá strákana taka víkingaklappið en eins teiknimyndaútgáfu af sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar á móti Austurríki. Það var einmitt markið hans Arnórs á fjórðu mínútu í uppbótartíma sem tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur á Austurríki, annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Þar hafði íslenska liðið síðan betur 2-1 og komst í átta liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti hjá íslensku karlalandsliði í fótbolta. Frábært sigurmark Frakkans Dimitri Payet í fyrsta leik, óeirðir ensku stuðningsmannanna, sigur Íra á Ítölum, frammistaða Frakkans Antoine Griezmann og Portúgalans Cristiano Ronaldo koma líka við sögu í þessari athyglisverðu teiknimynd en myndbandið endar síðan að sjálfsögðu á sigurmarki Eder og fögnuðu Portúgala eftir að þeir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn. Það eru Bandaríkjamennirnir Case Jernigan og Josh Giunta sem búa til svona myndbönd fyrir Guardian undir nafninu Make Savvy. Case Jernigan teiknar en Josh Giunta sér um tónlistina. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira