Aron Einar rétt slapp við að vera mesti síbrotamaðurinn á EM 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 13:15 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira