Ofboðslega sátt við þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2016 06:00 Ásdís kastaði 60,37 metra í úrslitunum. vísir/getty Ísland átti tvo fulltrúa í úrslitum á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam á laugardaginn; þær Anítu Hinriksdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur sem kepptu í 800 metra hlaupi og spjótkasti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppti einnig í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á laugardaginn. Arna Stefanía hljóp á 57,24 sekúndum og endaði í 18. sæti í undanúrslitum á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna. Ekki nóg með það, þá setti Hafdís Sigurðardóttir nýtt Íslandsmet í langstökki á móti rétt fyrir utan Amsterdam á laugardaginn. Hafdís stökk 6,62 metra og var aðeins 0,08 metrum frá Ólympíulágmarkinu. Laugardagurinn var því sannarlega frábær hjá íslenskum frjálsíþróttakonum.Aníta í úrslitahlaupinu.vísir/gettyAníta og Ásdís enduðu báðar í 8. sæti í sínum greinum. Aníta hljóp á 2:02,55 mínútum í sínu fyrsta úrslitahlaupi á stórmóti utanhúss. Fyrri hringurinn var mjög hraður en Aníta gaf eftir á lokasprettinum og kom síðust í mark á tíma sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís byrjaði af miklum krafti í úrslitakeppninni í spjótkastinu og kastaði spjótinu 60,37 metra í fyrstu tilraun. Þetta er næstlengsta kast Ásdísar á stórmóti en Íslandsmet hennar frá Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum er 62,77 metrar. „Ég er ofboðslega sátt við þetta,“ sagði Ásdís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Ég kem inn í þetta mót með nítjánda besta árangurinn í Evrópu í ár og af keppendunum á EM er ég einhvers staðar í kringum 16.-18. sæti. Ég enda í 8. sæti þannig ég held að ég geti verið ansi sátt.“ Ásdís endaði sem áður sagði í 8. sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti. Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi hrósaði sigri í spjótkastskeppninni en hún grýtti spjótinu lengst 66,34 metra. „Það var rosalega erfitt að kasta en það var hrikalega mikill vindur inni á vellinum. Að ná tveimur 60 metra köstum í svona aðstæðum er alveg frábært,“ sagði Ásdís. „Ég vildi annað hvort kasta yfir 60 metra eða enda í einu af átta efstu sætunum. Ég gerði bæði þannig að ég er mjög sátt.“ Aðeins mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir. Ásdís er þar á meðal keppenda en hún náði Ólympíulágmarkinu þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí í fyrra. „Ólympíuleikarnir eru aðal atriðið og það sem við erum að æfa fyrir. Þetta [EM] var bara generalprufa,“ sagði Ásdís sem keppir á tveimur mótum áður en hún fer til Brasilíu. „Ég keppi annað hvort á Demantamótinu í Mónakó á föstudaginn eða svissneska meistaramótinu um næstu helgi. Það er ekki enn komið í ljós hvort ég komist inn en ég held enn í vonina. Helgina þar á eftir keppi ég svo á Íslandsmeistaramótinu. Ég flýg svo til Brasilíu í byrjun ágúst, verð á opnunarhátíðinni og fer svo í æfingabúðir og kem ekki aftur í Ólympíuþorpið fyrr en tveimur dögum fyrir keppni.“ Ásdís er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún endaði í 11. sæti í London 2012. En hvaða markmið hefur Ásdís sett sér fyrir leikana í Ríó? „Ég er með mín markmið sem ég ætla að halda fyrir mig þangað til eftir keppnina allavega. Ég ætla bara að gera eins vel og ég get,“ svaraði Ásdís. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Ísland átti tvo fulltrúa í úrslitum á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam á laugardaginn; þær Anítu Hinriksdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur sem kepptu í 800 metra hlaupi og spjótkasti. Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppti einnig í undanúrslitum í 400 metra grindahlaupi á laugardaginn. Arna Stefanía hljóp á 57,24 sekúndum og endaði í 18. sæti í undanúrslitum á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna. Ekki nóg með það, þá setti Hafdís Sigurðardóttir nýtt Íslandsmet í langstökki á móti rétt fyrir utan Amsterdam á laugardaginn. Hafdís stökk 6,62 metra og var aðeins 0,08 metrum frá Ólympíulágmarkinu. Laugardagurinn var því sannarlega frábær hjá íslenskum frjálsíþróttakonum.Aníta í úrslitahlaupinu.vísir/gettyAníta og Ásdís enduðu báðar í 8. sæti í sínum greinum. Aníta hljóp á 2:02,55 mínútum í sínu fyrsta úrslitahlaupi á stórmóti utanhúss. Fyrri hringurinn var mjög hraður en Aníta gaf eftir á lokasprettinum og kom síðust í mark á tíma sem er nokkuð frá hennar besta. Ásdís byrjaði af miklum krafti í úrslitakeppninni í spjótkastinu og kastaði spjótinu 60,37 metra í fyrstu tilraun. Þetta er næstlengsta kast Ásdísar á stórmóti en Íslandsmet hennar frá Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum er 62,77 metrar. „Ég er ofboðslega sátt við þetta,“ sagði Ásdís þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar í gær. „Ég kem inn í þetta mót með nítjánda besta árangurinn í Evrópu í ár og af keppendunum á EM er ég einhvers staðar í kringum 16.-18. sæti. Ég enda í 8. sæti þannig ég held að ég geti verið ansi sátt.“ Ásdís endaði sem áður sagði í 8. sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti. Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi hrósaði sigri í spjótkastskeppninni en hún grýtti spjótinu lengst 66,34 metra. „Það var rosalega erfitt að kasta en það var hrikalega mikill vindur inni á vellinum. Að ná tveimur 60 metra köstum í svona aðstæðum er alveg frábært,“ sagði Ásdís. „Ég vildi annað hvort kasta yfir 60 metra eða enda í einu af átta efstu sætunum. Ég gerði bæði þannig að ég er mjög sátt.“ Aðeins mánuður er þangað til Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir. Ásdís er þar á meðal keppenda en hún náði Ólympíulágmarkinu þegar hún kastaði 62,14 metra á móti í Ríga í Lettlandi í lok maí í fyrra. „Ólympíuleikarnir eru aðal atriðið og það sem við erum að æfa fyrir. Þetta [EM] var bara generalprufa,“ sagði Ásdís sem keppir á tveimur mótum áður en hún fer til Brasilíu. „Ég keppi annað hvort á Demantamótinu í Mónakó á föstudaginn eða svissneska meistaramótinu um næstu helgi. Það er ekki enn komið í ljós hvort ég komist inn en ég held enn í vonina. Helgina þar á eftir keppi ég svo á Íslandsmeistaramótinu. Ég flýg svo til Brasilíu í byrjun ágúst, verð á opnunarhátíðinni og fer svo í æfingabúðir og kem ekki aftur í Ólympíuþorpið fyrr en tveimur dögum fyrir keppni.“ Ásdís er á leið á sína þriðju Ólympíuleika en hún endaði í 11. sæti í London 2012. En hvaða markmið hefur Ásdís sett sér fyrir leikana í Ríó? „Ég er með mín markmið sem ég ætla að halda fyrir mig þangað til eftir keppnina allavega. Ég ætla bara að gera eins vel og ég get,“ svaraði Ásdís.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira