Cantona við Zlatan: Það er bara einn kóngur í Manchester, þú mátt vera prinsinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2016 16:15 vísir/getty Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, heldur áfram að slá í gegn í hlutverki sínu sem „Yfirmaður fótboltans“ hjá Eurosport. Í nýjasta myndbandsbloggi sínu fer Cantona yfir sigur Frakklands á Þýskalandi í undanúrslitum EM 2016 og hrósar Antoine Griezmann fyrir hans þátt í sigrinum. „Það voru margir dásamlegir bardagamenn þetta kvöld í Marseille en aðeins ein hetja: Antoine Griezmann. Fullkomin blanda af æskuljóma, hæfileikum og hreðjum,“ segir Cantona á sinn einstaka hátt. Cantona segir einnig að Bastian Schweinsteiger, sem fékk á sig vítaspyrnu í leiknum gegn Frökkum fyrir hendi, hefði átt að hlusta ráðleggingar þjálfara síns, Joachims Löw, og halda höndunum í buxunum. Cantona fer einnig yfir árangur Portúgals og Wales og í lokin beinir hann orðum sínum að Zlatan Ibrahimovic, sem gekk nýverið í raðir Manchester United. „Ég er með skilaboð til Zlatans. Þú ákvaðst að klæðast rauðu treyjunni sem er besta ákvörðun sem þú hefur tekið,“ segir Cantona. „Þegar þú gengur inn í „Leikhús draumanna“. Þegar þú finnur fyrir anda goðsagnanna sem komu á undan þér. Þegar þú skorar þitt fyrsta mark fyrir framan Stretford End. Þegar þú heyrir stuðningsmennina kyrja nafn þitt. Þegar hjartað hamast í brjóstinu á þér. Þegar þú finnur að ástin er endurgoldin. Þá veistu, vinur minn, að þú ert loksins kominn heim.“ Cantona tekur þó af allan vafa með að hann sé ennþá kóngurinn á Old Trafford. „Eitt að lokum, það getur bara verið einn kóngur í Manchester. Þú getur verið prinsinn ef þú vilt. Og sjöan er þín ef þú vilt. Kóngurinn er farinn! Lengi lifi prinsinn!“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32 Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, heldur áfram að slá í gegn í hlutverki sínu sem „Yfirmaður fótboltans“ hjá Eurosport. Í nýjasta myndbandsbloggi sínu fer Cantona yfir sigur Frakklands á Þýskalandi í undanúrslitum EM 2016 og hrósar Antoine Griezmann fyrir hans þátt í sigrinum. „Það voru margir dásamlegir bardagamenn þetta kvöld í Marseille en aðeins ein hetja: Antoine Griezmann. Fullkomin blanda af æskuljóma, hæfileikum og hreðjum,“ segir Cantona á sinn einstaka hátt. Cantona segir einnig að Bastian Schweinsteiger, sem fékk á sig vítaspyrnu í leiknum gegn Frökkum fyrir hendi, hefði átt að hlusta ráðleggingar þjálfara síns, Joachims Löw, og halda höndunum í buxunum. Cantona fer einnig yfir árangur Portúgals og Wales og í lokin beinir hann orðum sínum að Zlatan Ibrahimovic, sem gekk nýverið í raðir Manchester United. „Ég er með skilaboð til Zlatans. Þú ákvaðst að klæðast rauðu treyjunni sem er besta ákvörðun sem þú hefur tekið,“ segir Cantona. „Þegar þú gengur inn í „Leikhús draumanna“. Þegar þú finnur fyrir anda goðsagnanna sem komu á undan þér. Þegar þú skorar þitt fyrsta mark fyrir framan Stretford End. Þegar þú heyrir stuðningsmennina kyrja nafn þitt. Þegar hjartað hamast í brjóstinu á þér. Þegar þú finnur að ástin er endurgoldin. Þá veistu, vinur minn, að þú ert loksins kominn heim.“ Cantona tekur þó af allan vafa með að hann sé ennþá kóngurinn á Old Trafford. „Eitt að lokum, það getur bara verið einn kóngur í Manchester. Þú getur verið prinsinn ef þú vilt. Og sjöan er þín ef þú vilt. Kóngurinn er farinn! Lengi lifi prinsinn!“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32 Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32
Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30