Erlent

Rannsaka aðra tölvuárás gegn demókrötum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá landsfundi Demókrataflokksins.
Frá landsfundi Demókrataflokksins. Vísir/Getty
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar nú aðra tölvuárás sem beindist gegn Demókrataflokknum í Bandaríkjunum. Nánar tiltekið er um að ræða samtökin Democratic Congressional Campaign Committee, en árásin er talin líkjast þeirri sem gerð var á Democratic National Committee, þar sem fjölda tölvupósta var stolið.

DCCC gripu til aðgerða um leið og þeir urðu varir við árásina og hafa öryggissérfræðingar verið fengnir til að aðstoða yfirvöld við rannsókn málsins.

Rússar hafa verið sakaðir um að gera þá árás. Ásakanirnar snúa að því að Rússar eru sakaðir um að reyna að hjálpa Donald Trump að verða kosinn forseti Bandaríkjanna. Þær hafa ekki verið sannaðar og Rússar segja ásakanirnar vera fáránlegar.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×