Erlent

Segir Demókrata ljúga um sig

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/GEtty
Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segir ræðumenn á landsfundi demókrata hafa logið um sig. Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina.

Hann talaði sérstaklega um einn ræðumann en án þess að nefna hann á nafn sagði hann að ræðumaðurinn væri mjög lítill.

Rétt er að taka fram að Trump notaði orðið „hit“ en hann hefur margsinnis notað það áður um að ráðast munnlega gegn einhverjum. Trump virtist verulega reiður þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína og blaðamenn í Iowa í nótt.

Þegar hann ræddi um „litla“ ræðumanninn, virtist Trump þó vera að tala um að berja hann.

„Ég vildi berja hann svo fast að höfuð hans myndi snúast í hringi. Hann myndi ekki hafa hugmynd um hvað hefði gerst.“



Trump sagði að einhverjir ræðumenn demókrata hefðu starfað með honum áður, en framboð Trump hefur ekki viljað tjá sig við CNN um hvaða ræðumenn hann hafi verið að tala.

Fjölmargir ræðumenn Demókrata fjölluðu um Trump og þar á meðal var Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York. Hann sagði til dæmis að Trump væri „hættulegur lýðskrumari“. Hann sagði Trump hafa skilið eftir sig slóð gjaldþrota, ógreiddra starfsmanna og óánægðra viðskiptafélaga.

Trump segir að hann hafi langað að ráðast gegn fólkinu sem fjallaði um sig, en að vinur hans hefði sagt honum að gera það ekki. Þetta væru að mestu lygar og hann ætti að einbeita sér að Hillary Clinton.


Tengdar fréttir

Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr

Fjögurra daga landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í nótt með ræðu Hillary Clinton, sem verður forsetaefni í kosningunum í nóvember. Í vikunni hafa flokksleiðtogar og þekktir demókratar keppst um að hlaða á hana lofi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×