Obama bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. júlí 2016 07:00 Barack Obama og Hillary Clinton á landsþingi Demókrataflokksins í Philadelphíu. vísir/epa „Það hefur aldrei verið neinn karl eða nein kona, hvorki ég né Bill né nokkur annar, sem hefur verið hæfari en Hillary til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði Barack Obama forseti í ræðu sinni á landsþingi Demókrataflokksins í fyrrakvöld. Landsþinginu lauk í nótt með ræðu Clinton eftir að hún hafði formlega fallist á útnefningu sem forsetaefni flokksins, en undanfarna daga hafa félagar hennar og vinir, þungavigtarfólk í flokknum og frægir demókratar úr ýmsum áttum, keppst um að hlaða á hana lofi. Obama skoraði á fólk að taka þátt í kosningunum: „Ef þið takið lýðræðið okkar alvarlega, þá getið þið ekki leyft ykkur að sitja heima bara vegna þess að hún kann að vera ósammála ykkur um eitthvað.“ Rétt eins og fleiri ræðumenn á flokksþinginu skaut Obama föstum skotum á Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins; sagði hann hreinlega vera ógn við bandarískt samfélag, ekki síður en hryðjuverkamenn, fasista eða kommúnista: „Hann hefur ekkert að bjóða nema slagorð og ótta. Hann veðjar á að takist honum að hræða nógu marga þá geti hann rétt svo fengið nógu mörg atkvæði til þess að sigra í þessum kosningum.“ Joe Biden varaforseti tók í sama streng og sagði ómögulegt að kjósa mann sem notfærir sér ótta fólks við hryðjuverk sjálfum sér til framdráttar. Sjálfur sagðist Obama hins vegar bjartsýnni nú en nokkru sinni fyrr fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann þakkaði þjóðinni vegferðina undanfarin átta ár og hvatti fólk til að kjósa Clinton, svo hann geti afhent henni keflið. „Það hefur verið gert grín að henni af hægrisinnum og sumum sem eru vinstra megin. Hún hefur verið sökuð um allt sem hægt er að ímynda sér – og sumt sem ekki er hægt að ímynda sér,“ sagði hann. „En hún veit að þetta er það sem gerist þegar maður er undir smásjánni í fjörutíu ár.“ Sjálf leggur Clinton áherslu á að kosningarnar í nóvember verði tilefni til uppgjörs, þar sem Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir vilji standa saman eða gefast upp fyrir sundrungaröflum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
„Það hefur aldrei verið neinn karl eða nein kona, hvorki ég né Bill né nokkur annar, sem hefur verið hæfari en Hillary til að vera forseti Bandaríkjanna,“ sagði Barack Obama forseti í ræðu sinni á landsþingi Demókrataflokksins í fyrrakvöld. Landsþinginu lauk í nótt með ræðu Clinton eftir að hún hafði formlega fallist á útnefningu sem forsetaefni flokksins, en undanfarna daga hafa félagar hennar og vinir, þungavigtarfólk í flokknum og frægir demókratar úr ýmsum áttum, keppst um að hlaða á hana lofi. Obama skoraði á fólk að taka þátt í kosningunum: „Ef þið takið lýðræðið okkar alvarlega, þá getið þið ekki leyft ykkur að sitja heima bara vegna þess að hún kann að vera ósammála ykkur um eitthvað.“ Rétt eins og fleiri ræðumenn á flokksþinginu skaut Obama föstum skotum á Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins; sagði hann hreinlega vera ógn við bandarískt samfélag, ekki síður en hryðjuverkamenn, fasista eða kommúnista: „Hann hefur ekkert að bjóða nema slagorð og ótta. Hann veðjar á að takist honum að hræða nógu marga þá geti hann rétt svo fengið nógu mörg atkvæði til þess að sigra í þessum kosningum.“ Joe Biden varaforseti tók í sama streng og sagði ómögulegt að kjósa mann sem notfærir sér ótta fólks við hryðjuverk sjálfum sér til framdráttar. Sjálfur sagðist Obama hins vegar bjartsýnni nú en nokkru sinni fyrr fyrir hönd Bandaríkjanna. Hann þakkaði þjóðinni vegferðina undanfarin átta ár og hvatti fólk til að kjósa Clinton, svo hann geti afhent henni keflið. „Það hefur verið gert grín að henni af hægrisinnum og sumum sem eru vinstra megin. Hún hefur verið sökuð um allt sem hægt er að ímynda sér – og sumt sem ekki er hægt að ímynda sér,“ sagði hann. „En hún veit að þetta er það sem gerist þegar maður er undir smásjánni í fjörutíu ár.“ Sjálf leggur Clinton áherslu á að kosningarnar í nóvember verði tilefni til uppgjörs, þar sem Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir vilji standa saman eða gefast upp fyrir sundrungaröflum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira