Guðmundur grillaði heilan vísund ofan í danska landsliðið Tómas þór Þórðarson skrifar 28. júlí 2016 11:30 Gummi Gumm með allt á hreinu og Niklas Landin, markvörður Dana, fylgist svangur með. mynd/skjáskot Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, grillaði heilan vísund ofan í leikmenn sína í gær og fjölskyldur þeirra er allir sem koma að liðinu áttu saman góða stund í Árósum fyrir átökin á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Guðmundur er mikill grillsérfræðingur og virðist fara létt með að grilla þessar risasteikur ofan í sína menn sem voru mættir í veisluna hjá þjálfaranum ásamt konum sínum og börnum. „Frábær vísundur frá Kanada grillaður af landsliðsþjálfaranum og étinn í stórum skömmtum. Nú erum við klárir fyrir Ríó 2016,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir stutt myndband af sér að grilla vísundarsteikurnar. Það þurfti væntanlega ekkert minna en vísund til að fæða beljaka á borð við Henrik Toft-Hansen, Jesper Nöddesbo, Mikkel Hansen og félaga í danska landsliðinu sem ætla sér stóra hluti á Ólympíuleikunum. Smá pressa er á Guðmundi eftir úrslitin á síðustu tveimur stórmótum sem voru hans fyrstu sem þjálfari danska liðsins. Hann tapaði fyrir Spáni í átta liða úrslitum HM 2015 í Katar og hafnaði þar í fimmta sæti. Á EM í Póllandi í byrjun árs spilaði Danmörk svo um fimmta sætið og tapaði fyrir Frökkum en vonbrigði voru fyrir danska liðið að komast ekki í undanúrslit á hvorugu mótinu. Dönsku strákarnir eru með Frökkum, Króötum, Túnis, Katar og Argentínu í riðli á Ólympíuleikunum. Guðmundur fór á síðustu þrenna Ólympíuleika sem þjálfari Íslands og náði best öðru sæti í Peking 2008 eins og frægt er orðið hér heima. Fyrsti leikur Dana verður gegn Argentínu 7. ágúst. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, grillaði heilan vísund ofan í leikmenn sína í gær og fjölskyldur þeirra er allir sem koma að liðinu áttu saman góða stund í Árósum fyrir átökin á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. Guðmundur er mikill grillsérfræðingur og virðist fara létt með að grilla þessar risasteikur ofan í sína menn sem voru mættir í veisluna hjá þjálfaranum ásamt konum sínum og börnum. „Frábær vísundur frá Kanada grillaður af landsliðsþjálfaranum og étinn í stórum skömmtum. Nú erum við klárir fyrir Ríó 2016,“ segir Guðmundur á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir stutt myndband af sér að grilla vísundarsteikurnar. Það þurfti væntanlega ekkert minna en vísund til að fæða beljaka á borð við Henrik Toft-Hansen, Jesper Nöddesbo, Mikkel Hansen og félaga í danska landsliðinu sem ætla sér stóra hluti á Ólympíuleikunum. Smá pressa er á Guðmundi eftir úrslitin á síðustu tveimur stórmótum sem voru hans fyrstu sem þjálfari danska liðsins. Hann tapaði fyrir Spáni í átta liða úrslitum HM 2015 í Katar og hafnaði þar í fimmta sæti. Á EM í Póllandi í byrjun árs spilaði Danmörk svo um fimmta sætið og tapaði fyrir Frökkum en vonbrigði voru fyrir danska liðið að komast ekki í undanúrslit á hvorugu mótinu. Dönsku strákarnir eru með Frökkum, Króötum, Túnis, Katar og Argentínu í riðli á Ólympíuleikunum. Guðmundur fór á síðustu þrenna Ólympíuleika sem þjálfari Íslands og náði best öðru sæti í Peking 2008 eins og frægt er orðið hér heima. Fyrsti leikur Dana verður gegn Argentínu 7. ágúst.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira