Bað Rússa um að „hakka“ Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2016 16:34 Donald Trump. Vísir/EPA Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira