Erlent

Meryl Streep trylltist úr gleði yfir tilnefningu Clinton

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Meryl Streep fagnar tilnefningu Clinton
Meryl Streep fagnar tilnefningu Clinton Vísir/AFP
Óskarsverðlaunahafinn Meryl Streep var ein þeirra sem ávarpaði flokksþing demókrata í nótt í kjölfar tilnefningar Hillary Clinton.

Augljóst er að Streep er ánægð með forsetaefni flokksins og fagnaði hún vel og innilega í byrjun ræðu sinnar. Hún hélt svo áfram að lýsa yfir aðdáun sinni á Clinton og sagði það þarfnast kjarks og þokka að verða „fyrsta kven-eitthvað.





Streep var ekki eina stjarnan sem ávarpaði þingið en Lena Dunham höfundur og aðalleikkona sjónvarpsþáttanna Girls, og America Ferrera, sem íslendingar muna eflaust eftir úr þáttunum Ugly Betty, héldu einnig ræðu.

Þær gagnrýndu Donald Trump harðlega í ræðu sinni. „Ég heiti America Ferrera og samkvæmt Trump er ég líklega nauðgari“ sagði Ferrera og vísar þar í orð Trump um að flestir mexíkóskir innflytjendur væru nauðgarar. 

Ræða Meryl Streep í heild sinni: Ræða Lena Dunham og America Ferrera í heild sinni:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×