Erlent

Sagði stuðningsmenn Sanders haga sér fáránlega

Samúel Karl Ólason skrifar
Sarah Silverman.
Sarah Silverman. Vísir/Getty
Grínistinn Sarah Silverman sagði hörðustu stuðningsmenn Bernie Sanders haga sér fáránlega á flokksþingi demókrata í Philadelphia í gær.

Silverman, sem studdi Sanders í forvalinu, lýsti því yfir í ræðu sinni á þinginu að hún myndi stolt kjósa Hillary Clinton til forseta. Við það var púað á hana.

Hörðustu stuðningsmenn Bernie Sanders hafa verið duglegir við að púa á ræðumenn þegar nafn Hillary Clinton hefur verið nefnt.

Atvikið sem um ræðir hefst eftir rúmar sex mínútur.

Stuðningsmenn Sanders púuðu meira að segja á hann, þegar hann hvatti fólk til að kjósa Hillary Clinton.

Flokksþingum repúblikana og demókrata er ætlað að þjappa stuðningsmönnum flokkana saman fyrir forsetakosningarnar í nóvember.

Á þingi Repúblikana neitaði Ted Cruz að styðja Donald Trump og virðast demókratar ekki vera í betri stöðu sé horft til samheldni.


Tengdar fréttir

Púað á Sanders

Tölvupóstslekar frá Demókrataflokknum og Hillary Clinton hafa sett ýmiss konar strik í reikninginn á landsþingi flokksins, þar sem Clinton verður formlega útnefnd forsetaefni hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×