Erlent

Trump mælist með meira fylgi en Clinton á landsvísu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Tíðindin koma mörgum á óvart en líklegast ekki Trump sjálfum.
Tíðindin koma mörgum á óvart en líklegast ekki Trump sjálfum. Vísir/Getty
Donald Trump forsetaefni repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum mælist nú ofar Hillary Clinton á samkvæmt skoðanakönnun CNN um fylgi forsetaframbjóðenda á landsvísu. Þetta kemur í kjölfar flokksþings repúblikana. Trump hefur ekki mælst hærri í skoðanakönnunum síðan í september á síðasta ári.

Donald Trump mælist nú með 44% stuðning kjósenda á landsvísu en Hillary Clinton með 39%. Tveir aðrir forsetaframbjóðendur ná eftirtektarverðri mælingu. Það eru Gary Johnson úr frjálslynda flokknum sem mælist með heil 9% sem þykir einsdæmi og Jill Stein úr græna flokknum sem mælist með 3%. Allt í alls eru fimm flokkar sem bjóða fram forsetaefni í yfir 20 ríkjum Bandaríkjanna. En eini frambjóðandinn sem nær ekki á blað er Darrell Castle sem er forsetaefni stjórnarskrár flokksins.

Allt í alls eru forsetaframbjóðendur þó líklegast nokkrir tugir ef ekki yfir hundrað talsins en fæstir þeirra bjóða sig fram í öllum fylkjum og eiga því líklegast ekki mögulega á forsetastólnum.

Nýr stuðningur við Trump kemur frá óháðum eða sem ekki tengjast neinum flokkum beinum tengslum en 43% þeirra segjast líklegri til þess að styðja Trump eftir flokksþingið í síðustu viku.

Séu tölurnar skoðaðar út frá þjóðfélagshópum má sjá sterk mynstur. Vel menntað fólk er mun ólíklegra til þess að kjósa Trump. Hann virðist höfða vel til hvítra ómenntaðra einstaklinga en á meðal þeirra sem svöruðu studdu 62% þeirra hann nú.

Frekari upplýsingar um landskönnunina má sjá á vef CNN.


Tengdar fréttir

Líf og fjör á landsfundi repúblikana

Landsfundur repúblikana í Bandaríkjunum fór fram um helgina. Donald Trump var formlega útnefndur til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Mike Pence sér við hlið. Landsþingsmenn kölluðu eftir fangelsun Hillary Clinton. Stjórnmálaferill Ted

Clinton velur Tim Kaine

Kaine, sem er öldungadeildarþingmaður frá Virginíu, verður varaforsetaefni Hillary Clinton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×