Ástralir neita að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 22:50 Frá Ólympíuþorpinu. Vísir/Getty Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira