Líf og fjör á landsfundi repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2016 07:00 Donald Trump, sem nú er orðinn forsetaframbjóðandi flokks repúblikana. Nordicphotos/AFP „Vinir, landsfundarfulltrúar og kæru samlandar. Af auðmýkt og þakklæti samþykki ég útnefningu ykkar til forsetaframboðs,“ sagði Donald Trump, sem nú er opinberlega orðinn forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, í ræðu sinni á landsfundi flokksins á síðasta degi fundarins fyrir helgi. Trump skrifaði undir nauðsynleg skjöl stuttu eftir ræðuna sem staðfestu framboðið. Landsþingið hófst á mánudagskvöld en því lauk aðfaranótt föstudagsins fyrir helgi með ræðu Trumps. Eftir ræðuna voru mikil hátíðahöld, blöðrur í fánalitunum féllu úr loftinu og flugeldum var skotið á loft.Sonurinn innsiglaði sigurinn Þingið markar lok forkosningabaráttunnar þar sem Trump atti kappi við sextán aðra repúblikana, meðal annars þingmennina Ted Cruz og Marco Rubio sem og ríkisstjórann fyrrverandi Jeb Bush. Kosningakerfið virkar þannig, líkt og í almennu kosningunum, að flokksmeðlimir hvers fylkis kjósa fulltrúa sem síðan mæta á landsþingið til að kjósa frambjóðanda fyrir þeirra hönd. Landsþingsfulltrúarnir greiddu atkvæði á þriðjudaginn og kusu fylkin eftir stafrófsröð. New York, heimafylki Trumps, sat hjá þegar að því kom en er Oklahoma átti að kjósa skiptu fulltrúar yfir til New York. Þar var mættur Donald Trump yngri, sonur frambjóðandans, sem fékk þann heiður að greiða Trump þau atkvæði sem dugðu til að tryggja honum meirihluta. Kvöldin fjögur, eða næturnar ef miðað er við íslenskan tíma, fóru hins vegar í ræðuhöld. Þar héldu kjörnir repúblikanar á borð við Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey, Ted Cruz og Marco Rubio, fólk úr atvinnulífinu sem og Trump-fjölskyldan ræður.Vill gera Bandaríkin örugg Ræða Trumps var sú lengsta hjá forsetaframbjóðanda við lok landsþings í meira en fjörutíu ár og talaði Trump í rúman klukkutíma. Trump, sem fór yfir víðan völl í ræðu sinni, talaði einna helst um þær hættur sem steðja að og útlistaði áform sín. Sagðist hann munu gera allt sem í valdi sínu stæði til að tryggja öryggi borgara. „Árásirnar á lögreglumenn okkar og hryðjuverkin í borgum okkar ógna lífsstíl okkar,“ sagði Trump og vísaði meðal annars til þess er lögreglumenn voru myrtir í Dallas fyrr í mánuðinum sem og til hryðjuverkanna í San Bernardino síðasta vetur. Þá ítrekaði hann áform sín um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að koma í veg fyrir að fólk flytjist ólöglega til Bandaríkjanna. Hann talaði um kynni sín af foreldrum barna sem ólöglegir innflytjendur hefðu myrt. „Það er mjög mikilvægt að við heftum strax innflutning fólks frá löndum sem hryðjuverkasamtök hafa hreiðrað um sig í þar til við getum sannreynt að viðkomandi innflytjendur hafi ekkert illt í huga,“ sagði Trump einnig. Áður hafði hann talað um að banna innflutning allra múslima en í ræðu sinni minnist hann ekki sérstaklega á múslima.Sökuð um ritstuld Öll börn Trumps nema það yngsta fluttu ræður um föður sinn og útskýrðu af hverju þau teldu hann besta kostinn í forsetaembættið. Synirnir, Eric og Donald, fluttu ræður sem fjölluðu að mestu um stefnumál föðurins. Donald yngri sagði að Bandaríkin þörfnuðust „athafnamanns sem hefði skapað tugi þúsunda starfa“. Tiffany, yngri dóttir hans, talaði um persónulega reynslu sína af föður sínum en Ivanka, sem var hægri hönd föður síns í þáttunum The Apprentice, varð þess heiðurs aðnjótandi að flytja næstsíðustu ræðu þingsins þar sem hún kynnti föður sinn upp á svið. Ræða Melaniu, eiginkonu Trumps, vakti hins vegar mesta athygli. Var hún sökuð um að hafa stolið hlutaúr sams konar ræðu forsetafrúarinnar Michelle Obama frá árinu 2008 og sett í fimmtán mínútna langa ræðu sína. Ræðuskrifari Melaniu baðst í kjölfarið afsökunar og bauðst til að segja af sér. Frambjóðandinn þáði þó ekki boðið.Trump og Pence voru hressir eftir landsþingið. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPJafnvægi á kjörseðlinum Mike Pence, varaforsetaefni Trump, flutti sína eigin ræðu. Fór hann þar yfir feril sinn sem ríkisstjóri Indiana og sagðist hafa stórbætt fjárhag fylkisins. Pence fjallaði einnig um mikilvægi þess að flokkurinn sameinaðist um Trump til að koma í veg fyrir að Clinton yrði forseti. Þá gerði Pence grín að sjálfum sér. „Donald Trump er þekktur fyrir mikinn persónuleika sinn, fjölbreyttan stíl og persónutöfra. Ég held hann hafi bara verið að leita að jafnvægi með því að hafa mig með á kjörseðlinum,“ sagði Pence er hann bar sig saman við Trump.Jákvæð viðbrögð Tvær nýjar skoðanakannanir hafa birst frá því landsþinginu lauk. Í könnun LA Times mælist Trump með þriggja prósenta forskot á Clinton, 45 prósent fylgi gegn 42 prósentum. Þá mælist Trump með tveggja prósenta forskot í könnun Gravis. Viðbrögð fjölmenns rýnihóps fréttastofu CNN sem fylgdist með ræðu Trumps bentu til þess að fylgi Trumps myndi aukast. 57 prósent hópsins sögðu viðbrögð sín við ræðunni mjög jákvæð en aðeins 24 prósent sögðu þau neikvæð. Átján prósent sögðu þau frekar jákvæð. Þá sögðu 56 prósent ræðu Trumps gera sig líklegri til að kjósa hann, tíu prósent sögðu það ólíklegra en 32 prósent sögðu skoðun sína óbreytta. Clinton mælist nú með 1,9 prósenta forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana RealClear Politics. Mælist Clinton með 44,6 fylgi prósent en Trump 42,7 prósent. Þá leiðir Trump í þremur þeirra tíu kannana sem meðaltalið er unnið úr. Jafnt er í einni og Clinton yfir í hinum.Ted Cruz.Vísir/EPAFerillinn sagður á enda hjá Ted Cruz Ted Cruz, sem var höfuðandstæðingur Trumps í forkosningunum, hélt sína ræðu á landsþinginu. Hann lýsti hins vegar ekki yfir stuðningi við Trump í ræðu sinni og þegar salurinn kallaði að honum og krafðist þess hélt hann ótrauður áfram. Morguninn eftir neitaði hann enn að styðja frambjóðanda flokks síns og sagðist ekki ætla að vera þægur kjölturakki. Allir frambjóðendur flokksins skrifuðu undir drengskaparheit í upphafi kosningabaráttunnar þar sem þeir hétu því að styðja frambjóðandann, hver sem hann yrði. Cruz ítrekaði þetta heit í kappræðum í vor. Fjölmiðla- og stjórnmálamenn vestanhafs hafa lýst ræðu Cruz sem endalokum ferils hans. „Ræða Cruz var lengsta sjálfsmorðsbréf bandarískrar stjórnmálasögu og í morgun bætti hann við viðauka,“ sagði blaðamaðurinn Charles Krauthammer daginn eftir ræðu Cruz. Undir þetta tók meðal annars Sarah Pailin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni flokksins árið 2008.„Lock her up!“ kölluðu landsfundargestirNordicphotos/AFPVilja læsa Clinton inniLandsþingsgestum til mikillar gleði fjallaði Donald Trump um væntanlegan frambjóðanda demókrata, Hillary Clinton. „Hvað stöndum við uppi með eftir fjögur ár af Hillary Clinton? Íslamska ríkið hefur dreift úr sér víða um heim. Líbýa er rústir einar og sendiherra okkar í landinu var myrtur með starfsliði sínu. Egyptaland féll í hendur hins róttæka Bræðralags múslima sem leiddi til valdarán hersins. Glundroði er í Írak. Íran er vel á veg komið með að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Borgarastyrjöld er í Sýrlandi og flóttamannavandinn ógnar vestrinu,“ sagði Trump. „Þetta er arfleifð Hillary Clinton. Dauði, eyðilegging, hryðjuverk og vanmætti,“ bætti hann við. Þegar Trump fjallaði um tölvupóstsvandamál Clinton, og sagði að hún hefði eytt 33 þúsund tölvupóstum af einkapóstfangi sínu, sem hún notaði í starfi sínu sem utanríkisráðherra, til að alríkislögreglan gæti ekki uppgötvað glæpi hennar, ætlaði allt um koll að keyra í salnum. „Læsið hana inni! (e. lock her up)“ hrópuðu fjölmargir síendurtekið líkt og salurinn hafði raunar gert nær allt þingið hvenær sem minnst var á Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júlí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Clinton og Trump nánast jöfn Hillary hefur að mestu komið betur út úr könnunum síðasta árið. 22. júlí 2016 23:48 Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00 Obama og Trump ósammála um ástand Bandaríkjanna Obama segir glæpatíðni hafa hrunið á forsetatíð sinni. 22. júlí 2016 21:51 Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
„Vinir, landsfundarfulltrúar og kæru samlandar. Af auðmýkt og þakklæti samþykki ég útnefningu ykkar til forsetaframboðs,“ sagði Donald Trump, sem nú er opinberlega orðinn forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, í ræðu sinni á landsfundi flokksins á síðasta degi fundarins fyrir helgi. Trump skrifaði undir nauðsynleg skjöl stuttu eftir ræðuna sem staðfestu framboðið. Landsþingið hófst á mánudagskvöld en því lauk aðfaranótt föstudagsins fyrir helgi með ræðu Trumps. Eftir ræðuna voru mikil hátíðahöld, blöðrur í fánalitunum féllu úr loftinu og flugeldum var skotið á loft.Sonurinn innsiglaði sigurinn Þingið markar lok forkosningabaráttunnar þar sem Trump atti kappi við sextán aðra repúblikana, meðal annars þingmennina Ted Cruz og Marco Rubio sem og ríkisstjórann fyrrverandi Jeb Bush. Kosningakerfið virkar þannig, líkt og í almennu kosningunum, að flokksmeðlimir hvers fylkis kjósa fulltrúa sem síðan mæta á landsþingið til að kjósa frambjóðanda fyrir þeirra hönd. Landsþingsfulltrúarnir greiddu atkvæði á þriðjudaginn og kusu fylkin eftir stafrófsröð. New York, heimafylki Trumps, sat hjá þegar að því kom en er Oklahoma átti að kjósa skiptu fulltrúar yfir til New York. Þar var mættur Donald Trump yngri, sonur frambjóðandans, sem fékk þann heiður að greiða Trump þau atkvæði sem dugðu til að tryggja honum meirihluta. Kvöldin fjögur, eða næturnar ef miðað er við íslenskan tíma, fóru hins vegar í ræðuhöld. Þar héldu kjörnir repúblikanar á borð við Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey, Ted Cruz og Marco Rubio, fólk úr atvinnulífinu sem og Trump-fjölskyldan ræður.Vill gera Bandaríkin örugg Ræða Trumps var sú lengsta hjá forsetaframbjóðanda við lok landsþings í meira en fjörutíu ár og talaði Trump í rúman klukkutíma. Trump, sem fór yfir víðan völl í ræðu sinni, talaði einna helst um þær hættur sem steðja að og útlistaði áform sín. Sagðist hann munu gera allt sem í valdi sínu stæði til að tryggja öryggi borgara. „Árásirnar á lögreglumenn okkar og hryðjuverkin í borgum okkar ógna lífsstíl okkar,“ sagði Trump og vísaði meðal annars til þess er lögreglumenn voru myrtir í Dallas fyrr í mánuðinum sem og til hryðjuverkanna í San Bernardino síðasta vetur. Þá ítrekaði hann áform sín um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að koma í veg fyrir að fólk flytjist ólöglega til Bandaríkjanna. Hann talaði um kynni sín af foreldrum barna sem ólöglegir innflytjendur hefðu myrt. „Það er mjög mikilvægt að við heftum strax innflutning fólks frá löndum sem hryðjuverkasamtök hafa hreiðrað um sig í þar til við getum sannreynt að viðkomandi innflytjendur hafi ekkert illt í huga,“ sagði Trump einnig. Áður hafði hann talað um að banna innflutning allra múslima en í ræðu sinni minnist hann ekki sérstaklega á múslima.Sökuð um ritstuld Öll börn Trumps nema það yngsta fluttu ræður um föður sinn og útskýrðu af hverju þau teldu hann besta kostinn í forsetaembættið. Synirnir, Eric og Donald, fluttu ræður sem fjölluðu að mestu um stefnumál föðurins. Donald yngri sagði að Bandaríkin þörfnuðust „athafnamanns sem hefði skapað tugi þúsunda starfa“. Tiffany, yngri dóttir hans, talaði um persónulega reynslu sína af föður sínum en Ivanka, sem var hægri hönd föður síns í þáttunum The Apprentice, varð þess heiðurs aðnjótandi að flytja næstsíðustu ræðu þingsins þar sem hún kynnti föður sinn upp á svið. Ræða Melaniu, eiginkonu Trumps, vakti hins vegar mesta athygli. Var hún sökuð um að hafa stolið hlutaúr sams konar ræðu forsetafrúarinnar Michelle Obama frá árinu 2008 og sett í fimmtán mínútna langa ræðu sína. Ræðuskrifari Melaniu baðst í kjölfarið afsökunar og bauðst til að segja af sér. Frambjóðandinn þáði þó ekki boðið.Trump og Pence voru hressir eftir landsþingið. Nordicphotos/AFPNordicphotos/AFPJafnvægi á kjörseðlinum Mike Pence, varaforsetaefni Trump, flutti sína eigin ræðu. Fór hann þar yfir feril sinn sem ríkisstjóri Indiana og sagðist hafa stórbætt fjárhag fylkisins. Pence fjallaði einnig um mikilvægi þess að flokkurinn sameinaðist um Trump til að koma í veg fyrir að Clinton yrði forseti. Þá gerði Pence grín að sjálfum sér. „Donald Trump er þekktur fyrir mikinn persónuleika sinn, fjölbreyttan stíl og persónutöfra. Ég held hann hafi bara verið að leita að jafnvægi með því að hafa mig með á kjörseðlinum,“ sagði Pence er hann bar sig saman við Trump.Jákvæð viðbrögð Tvær nýjar skoðanakannanir hafa birst frá því landsþinginu lauk. Í könnun LA Times mælist Trump með þriggja prósenta forskot á Clinton, 45 prósent fylgi gegn 42 prósentum. Þá mælist Trump með tveggja prósenta forskot í könnun Gravis. Viðbrögð fjölmenns rýnihóps fréttastofu CNN sem fylgdist með ræðu Trumps bentu til þess að fylgi Trumps myndi aukast. 57 prósent hópsins sögðu viðbrögð sín við ræðunni mjög jákvæð en aðeins 24 prósent sögðu þau neikvæð. Átján prósent sögðu þau frekar jákvæð. Þá sögðu 56 prósent ræðu Trumps gera sig líklegri til að kjósa hann, tíu prósent sögðu það ólíklegra en 32 prósent sögðu skoðun sína óbreytta. Clinton mælist nú með 1,9 prósenta forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana RealClear Politics. Mælist Clinton með 44,6 fylgi prósent en Trump 42,7 prósent. Þá leiðir Trump í þremur þeirra tíu kannana sem meðaltalið er unnið úr. Jafnt er í einni og Clinton yfir í hinum.Ted Cruz.Vísir/EPAFerillinn sagður á enda hjá Ted Cruz Ted Cruz, sem var höfuðandstæðingur Trumps í forkosningunum, hélt sína ræðu á landsþinginu. Hann lýsti hins vegar ekki yfir stuðningi við Trump í ræðu sinni og þegar salurinn kallaði að honum og krafðist þess hélt hann ótrauður áfram. Morguninn eftir neitaði hann enn að styðja frambjóðanda flokks síns og sagðist ekki ætla að vera þægur kjölturakki. Allir frambjóðendur flokksins skrifuðu undir drengskaparheit í upphafi kosningabaráttunnar þar sem þeir hétu því að styðja frambjóðandann, hver sem hann yrði. Cruz ítrekaði þetta heit í kappræðum í vor. Fjölmiðla- og stjórnmálamenn vestanhafs hafa lýst ræðu Cruz sem endalokum ferils hans. „Ræða Cruz var lengsta sjálfsmorðsbréf bandarískrar stjórnmálasögu og í morgun bætti hann við viðauka,“ sagði blaðamaðurinn Charles Krauthammer daginn eftir ræðu Cruz. Undir þetta tók meðal annars Sarah Pailin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni flokksins árið 2008.„Lock her up!“ kölluðu landsfundargestirNordicphotos/AFPVilja læsa Clinton inniLandsþingsgestum til mikillar gleði fjallaði Donald Trump um væntanlegan frambjóðanda demókrata, Hillary Clinton. „Hvað stöndum við uppi með eftir fjögur ár af Hillary Clinton? Íslamska ríkið hefur dreift úr sér víða um heim. Líbýa er rústir einar og sendiherra okkar í landinu var myrtur með starfsliði sínu. Egyptaland féll í hendur hins róttæka Bræðralags múslima sem leiddi til valdarán hersins. Glundroði er í Írak. Íran er vel á veg komið með að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Borgarastyrjöld er í Sýrlandi og flóttamannavandinn ógnar vestrinu,“ sagði Trump. „Þetta er arfleifð Hillary Clinton. Dauði, eyðilegging, hryðjuverk og vanmætti,“ bætti hann við. Þegar Trump fjallaði um tölvupóstsvandamál Clinton, og sagði að hún hefði eytt 33 þúsund tölvupóstum af einkapóstfangi sínu, sem hún notaði í starfi sínu sem utanríkisráðherra, til að alríkislögreglan gæti ekki uppgötvað glæpi hennar, ætlaði allt um koll að keyra í salnum. „Læsið hana inni! (e. lock her up)“ hrópuðu fjölmargir síendurtekið líkt og salurinn hafði raunar gert nær allt þingið hvenær sem minnst var á Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. júlí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Clinton og Trump nánast jöfn Hillary hefur að mestu komið betur út úr könnunum síðasta árið. 22. júlí 2016 23:48 Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00 Obama og Trump ósammála um ástand Bandaríkjanna Obama segir glæpatíðni hafa hrunið á forsetatíð sinni. 22. júlí 2016 21:51 Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45
Clinton og Trump nánast jöfn Hillary hefur að mestu komið betur út úr könnunum síðasta árið. 22. júlí 2016 23:48
Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00
Obama og Trump ósammála um ástand Bandaríkjanna Obama segir glæpatíðni hafa hrunið á forsetatíð sinni. 22. júlí 2016 21:51
Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45