Erlent

Clinton og Trump nánast jöfn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Donald Trump er með nærri því jafn mikið fylgi og Hillary Clinton til embættis forseta. Þetta kemur fram í nýrri könnun en Trump hefur verið mikið í umræðunni í þessari viku vegna flokksþings Repúblikana þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins.

Samkvæmt Reuters, sem lét gera könnunina ásamt Ipsos, mældist Clinton með 41 prósent og Trump með 38. Vikmörk könnunarinnar eru fjögur prósent. Því eru þau í raun jöfn. Könnunin var gerð á dögunum 18. til 22. júlí. Clinton hefur leitt kannanir að mestu síðasta árið.

Flokksþing Demókrata verður í næstu viku og mun Clinton formlega taka við tilnefningu þeirra. Þingum sem þessum er ætlað að kynna frambjóðendur fyrir þjóðinni og kemur fram í frétt Reuters að það sé þekkt að fylgi frambjóðenda hækki í kjölfar þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×