Verðhækkun verslana 10-11 fordæmalaus Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2016 07:00 Verslanir 10-11 sem hafa hækkað verð á kvöldin og um helgar eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Vísir/Vilhelm Fordæmalaust er að matvöruverslanir á Íslandi hækki verð á ákveðnum tímum. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er nýlunda og við höfum að minnsta kosti ekki neitt dæmi um svona. Það hefur verið þannig að verslanir sem hafa til dæmis opið allan sólarhringinn hafa haft sama verð óháð tíma.“ Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að verð hefði verið hækkað í þremur verslunum 10-11 eftir klukkan átta á kvöldin og á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Þær verslanir sem um er að ræða eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir ástæðu hækkunarinnar vera aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana 10-11 í miðbænum. Eigendur matvöruverslana sem eru í grennd við umræddar verslanir 10-11 sjá ekki ástæðu til að hækka verð í verslunum sínum á kvöldin eða um helgar. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, segir að sama verð sé í öllum Krónuverslunum alls staðar á landinu þrátt fyrir misjafnt álag hverju sinni og hvar á landinu sem verslunin er. „Við erum heldur ekki með neinar verðhækkanir á kvöldin eða um helgar,“ segir Jón en það er ekki fyrirhugað hjá Krónunni að hækka verð á ákveðnum tímum. Jón segir að þó að álag sé meira á ákveðnum verslunum þá bætist það oftast upp með aukinni veltu. „Það er alveg brjálað að gera hjá okkur enda er miðbærinn fullur af fólki. Við höfum ekki séð neina ástæðu til að hækka verð á kvöldin eða um helgar enda eykst salan þegar það er mikið að gera,“ segir Valdís Hrönn, verslunarstjóri Krambúðarinnar á Skólavörðustíg. Thelma Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri Kvosarinnar, tekur í sama streng. Kvosin er í nokkurra metra fjarlægð frá 10-11 í Austurstræti. „Það er mikið af ferðamönnum sem versla hérna en við viljum hafa allt sanngjarnt. Við höfum opið hvern einasta dag vikunnar og á kvöldin og höfum ekki séð neina þörf á því að hækka verð.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir ekki fyrirhugaðar breytingar á verði í verslunum fyrirtækisins á álagstíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fordæmalaust er að matvöruverslanir á Íslandi hækki verð á ákveðnum tímum. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er nýlunda og við höfum að minnsta kosti ekki neitt dæmi um svona. Það hefur verið þannig að verslanir sem hafa til dæmis opið allan sólarhringinn hafa haft sama verð óháð tíma.“ Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að verð hefði verið hækkað í þremur verslunum 10-11 eftir klukkan átta á kvöldin og á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Þær verslanir sem um er að ræða eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir ástæðu hækkunarinnar vera aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana 10-11 í miðbænum. Eigendur matvöruverslana sem eru í grennd við umræddar verslanir 10-11 sjá ekki ástæðu til að hækka verð í verslunum sínum á kvöldin eða um helgar. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, segir að sama verð sé í öllum Krónuverslunum alls staðar á landinu þrátt fyrir misjafnt álag hverju sinni og hvar á landinu sem verslunin er. „Við erum heldur ekki með neinar verðhækkanir á kvöldin eða um helgar,“ segir Jón en það er ekki fyrirhugað hjá Krónunni að hækka verð á ákveðnum tímum. Jón segir að þó að álag sé meira á ákveðnum verslunum þá bætist það oftast upp með aukinni veltu. „Það er alveg brjálað að gera hjá okkur enda er miðbærinn fullur af fólki. Við höfum ekki séð neina ástæðu til að hækka verð á kvöldin eða um helgar enda eykst salan þegar það er mikið að gera,“ segir Valdís Hrönn, verslunarstjóri Krambúðarinnar á Skólavörðustíg. Thelma Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri Kvosarinnar, tekur í sama streng. Kvosin er í nokkurra metra fjarlægð frá 10-11 í Austurstræti. „Það er mikið af ferðamönnum sem versla hérna en við viljum hafa allt sanngjarnt. Við höfum opið hvern einasta dag vikunnar og á kvöldin og höfum ekki séð neina þörf á því að hækka verð.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir ekki fyrirhugaðar breytingar á verði í verslunum fyrirtækisins á álagstíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira