Til að gera ennþá betur við lesendur okkar ætlum við í samstarfi við Bliss að veita 20 prósent afslátt af vörulínu Bliss í öllum verslunum Hagkaupa á morgun - laugardag (23/7).
Það eina sem þarf að gera til að fá afsláttinn er að framvísa júlítölublaði Glamour við kassann. Hvort sem þú kaupir það á staðnum eða mætir með þitt eintak í búðina.
Það er vel þess virði að nýta tækifæri og kynnast betur þessum húðvörum sem hafa farið sigurför um heiminn en eru frekar nýkomnar til Íslands. Bliss var upphaflega heilsulind í New York. Virkni varanna, gleðin, orkan og jákvæðnin í kringum merkið smitaði út frá sér og urðu vörurnar því vinsælar utan heilsulindarinnar. Síðan þá hefur merkið hrist upp í spa-heiminum og er í dag með þeim fremstu á markaðnum. Um 500 starfsmenn frá 6 heimsálfum starfa í heilsulindum um öll Bandaríkin, í London, Hong Kong, á Spáni og í Rússlandi.

Árið 1996 umbylti Bliss snyrtistofumeðferðum í heilsulindum þegar Triple Oxygen Facial húðmeðferðin kom á markað. Einstök orkugefandi ensím í bland við súrefni sem meðal annars jafnar húðlit og áferð húðarinnar og hún verður ljómandi og björt.
Við mælum með að kanna vöruúrvalið hjá BLISS með Glamour afslættinum á morgun enda breitt vöruúrval, tilvalið að búa húðina undir veturinn með því að dekra við hana í sumafríinu!
