Heilbrigðisstefna til framtíðar Ingimar Einarsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Heilbrigðis- og velferðarmál eru meðal þeirra málaflokka sem hvað mest snerta líf og heilsu hvers einasta borgara þessa lands. Það er því merkilegt þegar litið er til baka hversu lengi heilbrigðismál stóðu utan umræðuvettvangs íslenskra stjórnmála. Stærstan hluta tuttugustu aldarinnar og fram á annan áratug þessarar aldar snérust viðfangsefni þeirra aðallega um sjávarútveg og landbúnað og efnahags-, iðnaðar-, orku- og byggðamál. Í aðdraganda kosninga árið 2013 komu fram háværar kröfur um að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Ekkert varð úr því en í kjölfar kosninganna var eins og sprengju væri varpað inn á vettvang þjóðmálabaráttunnar. Frá þeim tíma hafa heilbrigðismál verið stöðugt í brennidepli stjórnmálaumræðunnar. Nú eru ýmsar blikur á lofti og ljóst að fleiri málefnasvið munu krefjast aukinnar hlutdeildar í því sem til skiptanna er.Endurreisn Þrír ráðherrar í ríkistjórn Íslands og forsvarsmenn Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands skrifuðu 8. janúar 2015 undir yfirlýsingu í tengslum við gerð kjarasamninga lækna. Þar er því m.a. lýst yfir að heilbrigðiskerfið skuli búa við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og hin Norðurlöndin að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti. Athafnamaðurinn Kári Stefánsson virðist ekki hafa talið sig geta treyst orðum ríkisstjórnarinnar og réðst því í undirskriftasöfnun í ársbyrjun 2016. Í yfirlýsingu sem gekk undir nafninu „Endurreisum heilbrigðiskerfið“ var þess krafist að Alþingi skuli verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Því var haldið fram að stjórnvöld hefðu lengi vannært heilbrigðiskerfið og það væri ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Í lok apríl 2016 höfðu 86.761 manns skrifað undir.FjárframlögSkýrslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýna að fjárframlög til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru nokkuð lægri á Íslandi en það sem best gerist á hinum Norðurlöndunum og innan OECD. Tölur frá OECD fyrir árið 2013 sýna að Íslendingar vörðu 8,7% af verðmæti þjóðarframleiðslu sinnar til heilbrigðismála. Ísland var í 19. sæti allra ríkja OECD umrætt ár. Þann 15. mars 2016 birti Hagstofa Íslands bráðabirgðauppgjör um fjármál hins opinbera árið 2015. Þar kemur fram að umrætt ár hafi heildarútgjöld til heilbrigðismála verið 192 milljarðar króna eða 8,7% af vergri landsframleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera 157 milljarðar en hlutdeild heimilanna 35 milljarðar eða 18,2% af heilbrigðisútgjöldunum. Er það nokkuð lægra hlutfall en verið hefur undanfarin ár. Það felur í sér að bein heilbrigðisútgjöld heimilanna hafi sama ár verið að meðaltali 105.800?kr. á mann. Sé gert ráð fyrir að veita 11% af landsframleiðslunni til heilbrigðismála má ætla að árið 2015 hafi skort um 50 milljarða inn í heilbrigðiskerfið.RíkisfjármálaáætlunÁ vordögum 2016 voru lagðar fram tvær þingsályktunartillögur um fjármálastefnu og fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Báðar þessar tillögur byggja á nýjum lögum um opinber fjármál. Samkvæmt fjármálaáætluninni er stefnt að því að auka fjárframlög ríkisins til heilbrigðismála um 30 milljarða á næstu fimm árum. Þannig að fjárveitingar hins opinbera til heilbrigðismála hækki úr 170 í 200 milljarða á tímabilinu, sbr. mynd 1. Miðað við tölur OECD og Hagstofu Íslands vantar, umfram það sem áætlað hefur verið í fjármálastefnunni, um 20 milljarða upp á að hlutdeild heilbrigðismála nái 11% af vergri landsframleiðslu í lok tímabilsins 2017-2021. Allar tölur á verðlagi ársins 2016. Þá hefur því ekki verið svarað hver hlutur heimilanna í heilbrigðisútgjöldum verði næstu árin. Ennfremur hefur ekki verið nægjanlega skoðað að hvaða marki sé dýrara að halda uppi góðri heilbrigðisþjónustu í víðfeðmu, fámennu og harðbýlu landi.Hvert stefnt Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld evrópska heilbrigðisstefnu WHO til ársins 2020 (Health 2020). Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Aðildarríkin hafa skuldbundið sig til að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020, sem tekur til þessara málefna, lengi verið í burðarliðnum, en af ýmsum orsökum hefur ekki tekist að ljúka henni. Að lokum skal lögð áhersla á að vandamál heilbrigðiskerfisins verða ekki eingöngu leyst með auknum fjárveitingum, því stjórnvöld verða jafnhliða að móta sér framtíðarsýn í heilbrigðismálum og skilgreina hlutverk allra meginþátta heilbrigðisþjónustunnar. Fyrsti áfanginn í því verkefni er að ráðast í víðtæka þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum starfseminnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið grunnur að sáttmála um endurreisn heilbrigðiskerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðis- og velferðarmál eru meðal þeirra málaflokka sem hvað mest snerta líf og heilsu hvers einasta borgara þessa lands. Það er því merkilegt þegar litið er til baka hversu lengi heilbrigðismál stóðu utan umræðuvettvangs íslenskra stjórnmála. Stærstan hluta tuttugustu aldarinnar og fram á annan áratug þessarar aldar snérust viðfangsefni þeirra aðallega um sjávarútveg og landbúnað og efnahags-, iðnaðar-, orku- og byggðamál. Í aðdraganda kosninga árið 2013 komu fram háværar kröfur um að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Ekkert varð úr því en í kjölfar kosninganna var eins og sprengju væri varpað inn á vettvang þjóðmálabaráttunnar. Frá þeim tíma hafa heilbrigðismál verið stöðugt í brennidepli stjórnmálaumræðunnar. Nú eru ýmsar blikur á lofti og ljóst að fleiri málefnasvið munu krefjast aukinnar hlutdeildar í því sem til skiptanna er.Endurreisn Þrír ráðherrar í ríkistjórn Íslands og forsvarsmenn Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands skrifuðu 8. janúar 2015 undir yfirlýsingu í tengslum við gerð kjarasamninga lækna. Þar er því m.a. lýst yfir að heilbrigðiskerfið skuli búa við sambærilegan ramma hvað varðar fjármuni og fjölda starfsmanna og hin Norðurlöndin að teknu tilliti til sérstöðu Íslands hvað varðar mannfjölda og staðhætti. Athafnamaðurinn Kári Stefánsson virðist ekki hafa talið sig geta treyst orðum ríkisstjórnarinnar og réðst því í undirskriftasöfnun í ársbyrjun 2016. Í yfirlýsingu sem gekk undir nafninu „Endurreisum heilbrigðiskerfið“ var þess krafist að Alþingi skuli verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Því var haldið fram að stjórnvöld hefðu lengi vannært heilbrigðiskerfið og það væri ekki lengur þess megnugt að sinna hlutverki sínu sem skyldi. Í lok apríl 2016 höfðu 86.761 manns skrifað undir.FjárframlögSkýrslur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sýna að fjárframlög til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru nokkuð lægri á Íslandi en það sem best gerist á hinum Norðurlöndunum og innan OECD. Tölur frá OECD fyrir árið 2013 sýna að Íslendingar vörðu 8,7% af verðmæti þjóðarframleiðslu sinnar til heilbrigðismála. Ísland var í 19. sæti allra ríkja OECD umrætt ár. Þann 15. mars 2016 birti Hagstofa Íslands bráðabirgðauppgjör um fjármál hins opinbera árið 2015. Þar kemur fram að umrætt ár hafi heildarútgjöld til heilbrigðismála verið 192 milljarðar króna eða 8,7% af vergri landsframleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera 157 milljarðar en hlutdeild heimilanna 35 milljarðar eða 18,2% af heilbrigðisútgjöldunum. Er það nokkuð lægra hlutfall en verið hefur undanfarin ár. Það felur í sér að bein heilbrigðisútgjöld heimilanna hafi sama ár verið að meðaltali 105.800?kr. á mann. Sé gert ráð fyrir að veita 11% af landsframleiðslunni til heilbrigðismála má ætla að árið 2015 hafi skort um 50 milljarða inn í heilbrigðiskerfið.RíkisfjármálaáætlunÁ vordögum 2016 voru lagðar fram tvær þingsályktunartillögur um fjármálastefnu og fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Báðar þessar tillögur byggja á nýjum lögum um opinber fjármál. Samkvæmt fjármálaáætluninni er stefnt að því að auka fjárframlög ríkisins til heilbrigðismála um 30 milljarða á næstu fimm árum. Þannig að fjárveitingar hins opinbera til heilbrigðismála hækki úr 170 í 200 milljarða á tímabilinu, sbr. mynd 1. Miðað við tölur OECD og Hagstofu Íslands vantar, umfram það sem áætlað hefur verið í fjármálastefnunni, um 20 milljarða upp á að hlutdeild heilbrigðismála nái 11% af vergri landsframleiðslu í lok tímabilsins 2017-2021. Allar tölur á verðlagi ársins 2016. Þá hefur því ekki verið svarað hver hlutur heimilanna í heilbrigðisútgjöldum verði næstu árin. Ennfremur hefur ekki verið nægjanlega skoðað að hvaða marki sé dýrara að halda uppi góðri heilbrigðisþjónustu í víðfeðmu, fámennu og harðbýlu landi.Hvert stefnt Árið 2012 samþykktu íslensk stjórnvöld evrópska heilbrigðisstefnu WHO til ársins 2020 (Health 2020). Á grunni þessarar stefnumörkunar og framtíðarsýnar hafa mörg ríki Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana til að ná mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Aðildarríkin hafa skuldbundið sig til að bæta heilsu íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja lýðheilsu og tryggja notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Á Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun til ársins 2020, sem tekur til þessara málefna, lengi verið í burðarliðnum, en af ýmsum orsökum hefur ekki tekist að ljúka henni. Að lokum skal lögð áhersla á að vandamál heilbrigðiskerfisins verða ekki eingöngu leyst með auknum fjárveitingum, því stjórnvöld verða jafnhliða að móta sér framtíðarsýn í heilbrigðismálum og skilgreina hlutverk allra meginþátta heilbrigðisþjónustunnar. Fyrsti áfanginn í því verkefni er að ráðast í víðtæka þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum starfseminnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið grunnur að sáttmála um endurreisn heilbrigðiskerfisins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun