Dana White styður Donald Trump: Hann mun berjast fyrir Bandaríkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 23:30 Dana White vill sjá Donald Trump í Hvíta húsinu. vísir/getty Dana White, forseti UFC, hélt innblásna ræðu til stuðnings Donalds Trump á flokksþingi Repúblikanaflokksins í Cleveland í gær. Trump var formlega gerður að forsetaefni Repúblikana í gær en þessi mjög svo umdeildi maður stefnir að því að komast í Hvíta húsið. White er mikill stuðningsmaður Trumps og fór fögrum orðum um hann í gær. Hann sagði að Trump væri fær viðskiptamaður, harðduglegur en jafnframt góður og traustur vinur. „Við þurfum einhvern sem trúir á þessa þjóð og mun berjast fyrir þá,“ sagði, eða öskraði, White. „Ég hef verið í bardagabransanum allt mitt líf. Ég þekki bardagamenn. Dömur mínar og herrar, Donald Trump er baráttumaður og mun berjast fyrir þessa þjóð.“ Í ræðu Whites kom fram að Trump hafi stutt hann alla tíð og hvatt hann áfram. Þess má geta að fyrstu tvö bardagakvöld UFC eftir að White keypti það 2001 voru haldin í Trump Taj Mahal í Atlantic City í New Jersey.Fyrr í þessum mánuði var UFC selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt heimildum ESPN fær White 360 milljónir dala í sinn hlut eftir söluna en hann verður áfram forseti UFC.Brot úr ræðu Dana White má sjá hér að neðan.UFC Pres. Dana White: "Donald Trump is a fighter and I know he will fight for this country" https://t.co/DhDlglCvxa https://t.co/PwBQFtgGcm— CNN (@CNN) July 20, 2016 Donald Trump MMA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Dana White, forseti UFC, hélt innblásna ræðu til stuðnings Donalds Trump á flokksþingi Repúblikanaflokksins í Cleveland í gær. Trump var formlega gerður að forsetaefni Repúblikana í gær en þessi mjög svo umdeildi maður stefnir að því að komast í Hvíta húsið. White er mikill stuðningsmaður Trumps og fór fögrum orðum um hann í gær. Hann sagði að Trump væri fær viðskiptamaður, harðduglegur en jafnframt góður og traustur vinur. „Við þurfum einhvern sem trúir á þessa þjóð og mun berjast fyrir þá,“ sagði, eða öskraði, White. „Ég hef verið í bardagabransanum allt mitt líf. Ég þekki bardagamenn. Dömur mínar og herrar, Donald Trump er baráttumaður og mun berjast fyrir þessa þjóð.“ Í ræðu Whites kom fram að Trump hafi stutt hann alla tíð og hvatt hann áfram. Þess má geta að fyrstu tvö bardagakvöld UFC eftir að White keypti það 2001 voru haldin í Trump Taj Mahal í Atlantic City í New Jersey.Fyrr í þessum mánuði var UFC selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt heimildum ESPN fær White 360 milljónir dala í sinn hlut eftir söluna en hann verður áfram forseti UFC.Brot úr ræðu Dana White má sjá hér að neðan.UFC Pres. Dana White: "Donald Trump is a fighter and I know he will fight for this country" https://t.co/DhDlglCvxa https://t.co/PwBQFtgGcm— CNN (@CNN) July 20, 2016
Donald Trump MMA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira