Of auðvelt fyrir þá ríku að forðast skatta Sæunn Gísladóttir skrifar 20. júlí 2016 09:45 Að mati Henry er mikilvægt að taka á bankaiðnaðinum líka í ljósi þess að bankarnir hönnuðu skattaskjólin. Fréttablaðið/Hanna Panama-skjölin voru vendipunktur í umræðunni um skattaskjól og náðst hefur að byggja upp alþjóðlega hreyfingu til að geta varpað ljósi á vandamálið. Ísland hefur enga afsökun fyrir að grípa ekki tækifærið til að berjast gegn skattaskjólum. Ísland getur komist í fremstu röð ríkja sem greint hafa stærð vandans og lagt til tillögur að umbótum. Þetta er mat bandaríska hagfræðingsins dr. James S. Henry. Henry er hér á landi, meðal annars til að funda með starfshópi fjármálaráðuneytisins, sem vinnur að því að leggja mat á umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum. Hann heldur fyrirlestur um aflandseignir, alþjóðleg net skattaskjóla, skattsvik, peningaþvætti og ránræði (e. kleptocracy) og áhrif þess á efnahag þjóða í Háskóla Íslands á morgun. Henry bendir á að tugir billjóna dollara liggi í skattaskjólum og að þetta hafi gríðarlega neikvæð áhrif á efnahag þjóða. Skattaskjól hafa verið vandamál í áratugi en aflandssvæðum hefur fjölgað úr fimmtán í 91 á síðustu 40 árum og fjöldi eigna sem liggja í skattaskjóli farið ört vaxandi. „Þetta er að verða eins og í bar-senunni í Star Wars þar sem þú ert með alls kyns mismunandi glæpamenn, þeir eru ekki einungis að forðast skatta, heldur líka að stunda ránræði, peningaþvætti eða eru fjársvikarar eins og á Íslandi fyrir hrun,“ segir hann. „Panama-lekinn var sá stærsti í sögunni, en við höfum vitað um aflandsfélög í áratugi. Ég held að alvöru hneykslið sé að við höfum ekki gert neitt til að vinna gegn þessu,“ segir Henry. „Það eru alls kyns mismunandi vandamál, og það má fullyrða að um allan heim sé orðið allt of auðvelt fyrir mjög ríkt fólk og fyrirtæki að forðast skatta og lög með því að flytja eignir sínar í skattaskjól.“ Henry er ráðgjafi hjá Tax Justice Network og segir að einn stærsti áfangi síðustu ára hafi verið að ná að varpa ljósi á vandamálið og byggja upp alþjóðlega hreyfingu. „Almenningur er kominn með nóg af stórum bönkum og ríka fólkinu sem geymir peningana sína í skattaskjólum,“ segir hann.James S. Henry er hagfræðingur, lögfærðingur og starfaði sem rannsóknarblaðamaður. Fréttablaðið/HannaAð mati Henrys fela næstu skrefin í baráttunni í sér að bæta opinberar upplýsingar. „Við viljum opinber gögn með skráningu eigenda fyrirtækja og sjóða. Við viljum sjálfvirk upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. Þangað til að við getum tekið almennilega á vandanum legg ég einnig til að lagður verði eitt prósent skattur á nafnleynd á fyrirtækjum og eignum í aflandsfélögum, þá er hægt að leggja þann pening í ríkissjóð, það væri auðvelt að koma því í kring.“ Hann bætir við að lönd þurfi einnig að hætta að keppast um að bjóða lægstu fyrirtækjaskattana. Henry segir að erfitt virðist vera fyrir alþjóðastofnanir að takast á við vandann. „Ég hef spurt þá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af hverju þeir gera ekki neitt í þessu og fékk þau svör að það væri vegna þess að 80 af meðlimalöndum sjóðsins séu skattaskjól. Við þurfum alþjóðlega nefnd sem vinnur í því að finna út hvernig við tökum á alþjóðlega skattaskjólsvandamálinu.“ Eitt það mikilvægasta í baráttunni er einnig að taka á bankageiranum að mati Henrys, en hann telur að bankarnir beri mikla ábyrgð á efnahagslegum vandamálum sem við höfum átt við að stríða. „Þeir hönnuðu skattaskjólsumhverfið og hjálpa þeim ríku að færa eignir til að forðast skatta. Sambandið milli bankageirans og aflandsstarfseminnar er rót vandans. Ég held að við munum ekki leysa þetta vandamál án þess að taka á bönkunum. Skattaskjól eins og Cayman-eyjar gætu horfið á morgun, þá yrði bara skapað nýtt skattaskjól annars staðar. Ég tel að lönd þurfi að vinna saman til að setja þessum óábyrga alþjóðlega iðnaði reglur, koma í veg fyrir léleg útlán og óhóflega áhættusamar viðskiptaákvarðanir, og það að bankar hjálpi fólki að fremja alla þessa fjármálaglæpi,“ segir Henry. „Við verðum bara að halda áfram baráttunni, ég held að það sem þið eruð að gera á Íslandi til að skilja vandamálið sé mjög mikilvægt fyrir önnur lönd.“ Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Panama-skjölin voru vendipunktur í umræðunni um skattaskjól og náðst hefur að byggja upp alþjóðlega hreyfingu til að geta varpað ljósi á vandamálið. Ísland hefur enga afsökun fyrir að grípa ekki tækifærið til að berjast gegn skattaskjólum. Ísland getur komist í fremstu röð ríkja sem greint hafa stærð vandans og lagt til tillögur að umbótum. Þetta er mat bandaríska hagfræðingsins dr. James S. Henry. Henry er hér á landi, meðal annars til að funda með starfshópi fjármálaráðuneytisins, sem vinnur að því að leggja mat á umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu á aflandssvæðum. Hann heldur fyrirlestur um aflandseignir, alþjóðleg net skattaskjóla, skattsvik, peningaþvætti og ránræði (e. kleptocracy) og áhrif þess á efnahag þjóða í Háskóla Íslands á morgun. Henry bendir á að tugir billjóna dollara liggi í skattaskjólum og að þetta hafi gríðarlega neikvæð áhrif á efnahag þjóða. Skattaskjól hafa verið vandamál í áratugi en aflandssvæðum hefur fjölgað úr fimmtán í 91 á síðustu 40 árum og fjöldi eigna sem liggja í skattaskjóli farið ört vaxandi. „Þetta er að verða eins og í bar-senunni í Star Wars þar sem þú ert með alls kyns mismunandi glæpamenn, þeir eru ekki einungis að forðast skatta, heldur líka að stunda ránræði, peningaþvætti eða eru fjársvikarar eins og á Íslandi fyrir hrun,“ segir hann. „Panama-lekinn var sá stærsti í sögunni, en við höfum vitað um aflandsfélög í áratugi. Ég held að alvöru hneykslið sé að við höfum ekki gert neitt til að vinna gegn þessu,“ segir Henry. „Það eru alls kyns mismunandi vandamál, og það má fullyrða að um allan heim sé orðið allt of auðvelt fyrir mjög ríkt fólk og fyrirtæki að forðast skatta og lög með því að flytja eignir sínar í skattaskjól.“ Henry er ráðgjafi hjá Tax Justice Network og segir að einn stærsti áfangi síðustu ára hafi verið að ná að varpa ljósi á vandamálið og byggja upp alþjóðlega hreyfingu. „Almenningur er kominn með nóg af stórum bönkum og ríka fólkinu sem geymir peningana sína í skattaskjólum,“ segir hann.James S. Henry er hagfræðingur, lögfærðingur og starfaði sem rannsóknarblaðamaður. Fréttablaðið/HannaAð mati Henrys fela næstu skrefin í baráttunni í sér að bæta opinberar upplýsingar. „Við viljum opinber gögn með skráningu eigenda fyrirtækja og sjóða. Við viljum sjálfvirk upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. Þangað til að við getum tekið almennilega á vandanum legg ég einnig til að lagður verði eitt prósent skattur á nafnleynd á fyrirtækjum og eignum í aflandsfélögum, þá er hægt að leggja þann pening í ríkissjóð, það væri auðvelt að koma því í kring.“ Hann bætir við að lönd þurfi einnig að hætta að keppast um að bjóða lægstu fyrirtækjaskattana. Henry segir að erfitt virðist vera fyrir alþjóðastofnanir að takast á við vandann. „Ég hef spurt þá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af hverju þeir gera ekki neitt í þessu og fékk þau svör að það væri vegna þess að 80 af meðlimalöndum sjóðsins séu skattaskjól. Við þurfum alþjóðlega nefnd sem vinnur í því að finna út hvernig við tökum á alþjóðlega skattaskjólsvandamálinu.“ Eitt það mikilvægasta í baráttunni er einnig að taka á bankageiranum að mati Henrys, en hann telur að bankarnir beri mikla ábyrgð á efnahagslegum vandamálum sem við höfum átt við að stríða. „Þeir hönnuðu skattaskjólsumhverfið og hjálpa þeim ríku að færa eignir til að forðast skatta. Sambandið milli bankageirans og aflandsstarfseminnar er rót vandans. Ég held að við munum ekki leysa þetta vandamál án þess að taka á bönkunum. Skattaskjól eins og Cayman-eyjar gætu horfið á morgun, þá yrði bara skapað nýtt skattaskjól annars staðar. Ég tel að lönd þurfi að vinna saman til að setja þessum óábyrga alþjóðlega iðnaði reglur, koma í veg fyrir léleg útlán og óhóflega áhættusamar viðskiptaákvarðanir, og það að bankar hjálpi fólki að fremja alla þessa fjármálaglæpi,“ segir Henry. „Við verðum bara að halda áfram baráttunni, ég held að það sem þið eruð að gera á Íslandi til að skilja vandamálið sé mjög mikilvægt fyrir önnur lönd.“
Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira