Hagnaður á Wall Street dregst saman Sæunn Gísladóttir skrifar 20. júlí 2016 10:00 Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Vísir/Getty Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem hagnaðurinn dregst saman. Hagnaðurinn jókst milli ára hjá Goldman Sachs, hins vegar ber að hafa í huga að lögfræðikostnaður sem nam 1,45 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi 2015 vó þungt við uppgjörið þá. Í gær höfðu stærstu sex bankarnir, utan Morgan Stanley, kynnt uppgjör sitt. Hagnaður á hlut minnkaði hjá öllum milli ára, nema Goldman Sachs, og J.P. Morgan, hins vegar voru uppgjörin betri en væntingar höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður á hlut var 36 sent hjá Bank of America samanborið við 43 sent á hlut á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður á hlut var 1,24 dollarar hjá Citigroup, samanborið við 1,51 dollara árið áður, hjá Wells Fargo 1,01, samanborið við 1,03 árið áður. Hagnaður á hlut hjá Goldman Sachs var 3,72 dollarar, samanborið við 1,98 dollara árið áður. Hagnaður á hlut hjá J.P. Morgan nam 1,55 dollurum og hækkaði um eitt sent milli ára. Tekjur Citigroup, Goldman Sachs, og Bank of America drógust saman á ársfjórðungnum miðað við síðasta ár, um 11 prósent, 13 prósent og 7,3 prósent. Tekjur J.P. Morgan og Wells Fargo hækkuðu hins vegar lítillega. Greiningaraðilar spá því að yfir árið muni tekjur bankanna lækka að meðaltali um 14 prósent. Von er á að tekjurnar muni einungis jafna sig að hluta til árið 2017. Haft er eftir Chris Kotowski, greiningaraðila hjá Oppenheimer & Co., í frétt Bloomberg um uppgjörin, að fram til 24. júní hafi stefnt í góðan fjórðung. Í kjölfar Brexit-kosninganna, þegar ljóst var að Bretar hygðust yfirgefa Evrópusambandið, tóku alþjóðleg hlutabréf hins vegar dýfu. Kotowski lækkaði hagnaðarspá sína fyrir sex stærstu bankana um átta prósent fyrir árið í kjölfar kosninganna. Haft er eftir Richard Lipstein, mannauðsstjóra á Wall Street, að líkur séu á að bónusar muni lækka hjá öllum bönkunum á árinu vegna Brexit-kosninganna. Brexit Tengdar fréttir Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem hagnaðurinn dregst saman. Hagnaðurinn jókst milli ára hjá Goldman Sachs, hins vegar ber að hafa í huga að lögfræðikostnaður sem nam 1,45 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi 2015 vó þungt við uppgjörið þá. Í gær höfðu stærstu sex bankarnir, utan Morgan Stanley, kynnt uppgjör sitt. Hagnaður á hlut minnkaði hjá öllum milli ára, nema Goldman Sachs, og J.P. Morgan, hins vegar voru uppgjörin betri en væntingar höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður á hlut var 36 sent hjá Bank of America samanborið við 43 sent á hlut á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður á hlut var 1,24 dollarar hjá Citigroup, samanborið við 1,51 dollara árið áður, hjá Wells Fargo 1,01, samanborið við 1,03 árið áður. Hagnaður á hlut hjá Goldman Sachs var 3,72 dollarar, samanborið við 1,98 dollara árið áður. Hagnaður á hlut hjá J.P. Morgan nam 1,55 dollurum og hækkaði um eitt sent milli ára. Tekjur Citigroup, Goldman Sachs, og Bank of America drógust saman á ársfjórðungnum miðað við síðasta ár, um 11 prósent, 13 prósent og 7,3 prósent. Tekjur J.P. Morgan og Wells Fargo hækkuðu hins vegar lítillega. Greiningaraðilar spá því að yfir árið muni tekjur bankanna lækka að meðaltali um 14 prósent. Von er á að tekjurnar muni einungis jafna sig að hluta til árið 2017. Haft er eftir Chris Kotowski, greiningaraðila hjá Oppenheimer & Co., í frétt Bloomberg um uppgjörin, að fram til 24. júní hafi stefnt í góðan fjórðung. Í kjölfar Brexit-kosninganna, þegar ljóst var að Bretar hygðust yfirgefa Evrópusambandið, tóku alþjóðleg hlutabréf hins vegar dýfu. Kotowski lækkaði hagnaðarspá sína fyrir sex stærstu bankana um átta prósent fyrir árið í kjölfar kosninganna. Haft er eftir Richard Lipstein, mannauðsstjóra á Wall Street, að líkur séu á að bónusar muni lækka hjá öllum bönkunum á árinu vegna Brexit-kosninganna.
Brexit Tengdar fréttir Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15
Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02