Tilvistarkreppa Netflix Stjórnarmaðurinn skrifar 20. júlí 2016 09:15 Bréf í streymiþjónustunni Netflix sem skráð er á markað í New York hafa hríðfallið frá vikubyrjun eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Einkum voru það áskriftartölur sem skelfdu fjárfesta en Netflix var langt frá því að ná yfirlýstu markmiði um 2,5 milljónir nýrra notenda á fjórðungnum. Það þrátt fyrir að hafa nýverið kynnt þjónustu sína til leiks í 130 nýjum löndum, þar með talið á Íslandi. Netflix hefur um árabil farið með himinskautum á hlutabréfamarkaði. Hátt verð hefur einkum verið réttlætt með væntingum um mikinn tekjuvöxt í náinni framtíð. Streymiþjónustur á borð við Netflix séu framtíðin á meðan hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki eigi undir högg að sækja. Þess vegna er Netflix metið á 130x EBIDTA hagnað á meðan hefðbundið sjónvarpsfyrirtæki á borð við Sky er metið á 9 til 10x EBIDTA. Gallinn er bara sá að Netflix á í ákveðinni tilvistarkreppu. Stóru kvikmyndaverin sjá Netflix sem ógn og hafa því dregið verulega úr sölu á efni til þeirra. Af þeim sökum er mikið af gömlu og úr sér gengnu efni á þjónustunni. Þetta hefur líka orðið til þess að Netflix hefur í auknum mæli þurft að stóla á eigin framleiðslu til að halda viðskiptavinum og laða að nýja. Vissulega hefur þeim oft tekist prýðilega til, samanber House of Cards og Narcos, en eigin framleiðsla er gríðarlega kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru komnar fjölmargar streymiþjónustur sem keppa við Netflix. Má þar nefna Now TV í Bretlandi sem rekið er af Sky og hefur að geyma nýrra og ferskara efni en Netflix. Það er líf í gömlu hundunum og Netflix situr ekki lengur eitt að sínu viðskiptamódeli. Hvað er þá til ráða fyrir Netflix? Einhvern tíma hætta fjárfestar að einblína á framtíðarvöxt og fara að velta fyrir sér tekjum og rekstrarhorfum hér og nú. Í því samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér að Sky í Bretlandi hefur aflað meiri nýrra tekna undanfarin ár en Netflix utan Bandaríkjanna. Vandi er um að spá en fyrst áskriftartölur virðast staðnaðar er varla annað að gera en hækka verðið – og umtalsvert ef Netflix ætlar að standast fyrirtækjum á borð við Sky snúning þegar kemur að arðsemi. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Bréf í streymiþjónustunni Netflix sem skráð er á markað í New York hafa hríðfallið frá vikubyrjun eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Einkum voru það áskriftartölur sem skelfdu fjárfesta en Netflix var langt frá því að ná yfirlýstu markmiði um 2,5 milljónir nýrra notenda á fjórðungnum. Það þrátt fyrir að hafa nýverið kynnt þjónustu sína til leiks í 130 nýjum löndum, þar með talið á Íslandi. Netflix hefur um árabil farið með himinskautum á hlutabréfamarkaði. Hátt verð hefur einkum verið réttlætt með væntingum um mikinn tekjuvöxt í náinni framtíð. Streymiþjónustur á borð við Netflix séu framtíðin á meðan hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki eigi undir högg að sækja. Þess vegna er Netflix metið á 130x EBIDTA hagnað á meðan hefðbundið sjónvarpsfyrirtæki á borð við Sky er metið á 9 til 10x EBIDTA. Gallinn er bara sá að Netflix á í ákveðinni tilvistarkreppu. Stóru kvikmyndaverin sjá Netflix sem ógn og hafa því dregið verulega úr sölu á efni til þeirra. Af þeim sökum er mikið af gömlu og úr sér gengnu efni á þjónustunni. Þetta hefur líka orðið til þess að Netflix hefur í auknum mæli þurft að stóla á eigin framleiðslu til að halda viðskiptavinum og laða að nýja. Vissulega hefur þeim oft tekist prýðilega til, samanber House of Cards og Narcos, en eigin framleiðsla er gríðarlega kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru komnar fjölmargar streymiþjónustur sem keppa við Netflix. Má þar nefna Now TV í Bretlandi sem rekið er af Sky og hefur að geyma nýrra og ferskara efni en Netflix. Það er líf í gömlu hundunum og Netflix situr ekki lengur eitt að sínu viðskiptamódeli. Hvað er þá til ráða fyrir Netflix? Einhvern tíma hætta fjárfestar að einblína á framtíðarvöxt og fara að velta fyrir sér tekjum og rekstrarhorfum hér og nú. Í því samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér að Sky í Bretlandi hefur aflað meiri nýrra tekna undanfarin ár en Netflix utan Bandaríkjanna. Vandi er um að spá en fyrst áskriftartölur virðast staðnaðar er varla annað að gera en hækka verðið – og umtalsvert ef Netflix ætlar að standast fyrirtækjum á borð við Sky snúning þegar kemur að arðsemi.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent