Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2016 07:00 Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Raufarhóls, segir mikilvægt að vernda hellinn fyrir ásókn ferðamanna. Mynd/Raufarhóll Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira