Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. júlí 2016 07:00 Donald Trump á landsþingi Repúblikanaflokksins, sem nú stendur yfir í Cleveland í Ohio. vísir/epa Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12
Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00