Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. júlí 2016 07:00 Donald Trump á landsþingi Repúblikanaflokksins, sem nú stendur yfir í Cleveland í Ohio. vísir/epa Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12
Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00