Fótbolti

Fyrsti sigurinn undir stjórn Ólafs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur fagnaði fyrsta sigrinum sem þjálfari Randers í dag.
Ólafur fagnaði fyrsta sigrinum sem þjálfari Randers í dag. vísir/vilhelm
Randers vann sinn fyrsta deildarsigur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar þegar liðið lagði AGF að velli í dag. Lokatölur 1-2, Randers í vil.

Randers er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en AGF er með sex.

Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers sem byrjaði leikinn vel.

Joni Kauko kom gestunum yfir á 26. mínútu og 11 mínútum síðar bætti Mikael Ishak öðru marki við.

Dzhamaldin Khodzhaniazov minnkaði muninn í 1-2 á lokamínútu fyrri hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki og Randers fagnaði góðum sigri.

Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi AGF í dag.


Tengdar fréttir

Ólafur ekki að reyna að breyta of miklu

Johnny Thomsen, reynsluboltinn í danska liðinu Randers FC, er ánægður með nýja þjálfarann sinn en Íslendingurinn Ólafur Kristjánsson tók við danska úrvalsdeildarliðinu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×