Aðferðafræðin frá Hiroshima enn á sínum stað! Ögmundur Jónasson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Hinn 6. ágúst 1945 varð japanska borgin Hiroshima fyrir kjarnorkuárás og þremur dögum síðar, hinn 9. ágúst, borgin Nagasaki. Fyrr í sumar heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseti þessar tvær borgir. Ýmsir gerðu sér vonir um að Bandaríkjaforseti bæðist afsökunar á kjarnorkuárásunum fyrir rúmum sjö áratugum.Einbeittur drápsvilji Obama baðst ekki afsökunar heldur talaði í kringum efnið: „Fyrir 71 ári féll dauðinn af himnum ofan og heimurinn breyttist,“ sagði Obama um sprengjuna sem „sýndi að mannkynið hefur alla burði til að tortíma sér sjálft“. Dauðinn kom ekki af himnum ofan í einhverjum óræðum skilningi, heldur létust á þriðja hundrað þúsund manns þegar Bandaríkjamenn af einbeittum ásetningi vörpuðu sprengjum á borgirnar tvær til þess að drepa og hræða.Hótuðu tortímingu Eftir fyrri árásina var krafist uppgjafar af hálfu Japana, ella skyldu þeir hafa verra af og búast við „regni tortímingar og eyðileggingar, meiri en dæmi væru um í sögu heimsbyggðarinnar“, eins og sagði orðrétt í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá þessum tíma. Eftir síðari árásina sannfærðust Japanir um að alvara var að baki þessari hótun.Ásetningur að baki hótunum Þetta var úthugsuð aðgerð og hugmyndafræðin er enn til staðar. Á henni, hótunarmætti handhafa kjarnorkusprengjunnar, hvílir aðferðafræði Bandaríkjanna og NATO. Kjarnorkuveldin tala um „fælingarmátt“ vopna sinna til að láta líta svo út að þessar þjóðir séu alltaf í vörn. Fælingarmátturinn byggir á því að „óvinurinn“ trúi því að ásetningur sé að baki hótunum um að beita kjarnorkuvopnum ef þurfa þykir. Þess vegna verður aldrei beðist afsökunar á Hiroshima og Nagasaki af hálfu þessara bandalagsþjóða Íslands í NATO. Það verður aldrei gert á meðan hernaðarstefna NATO er við lýði.Fordæma ríki sem vilja vera eins! En svo mikill er tvískinnungurinn, að Íran er hótað öllu illu ef það ríki vogar sér að taka upp sömu kjarnorkuvopnastefnu og Bandaríkin! Sjálfum þykir mér einsýnt að heimurinn eigi að berjast gegn kjarnorkuvopnavæðingu Írans og allra ríkja sem eru að feta sig inn á þessa viðsjárverðu braut. En gleymum ekki að krefjast þess að sama skapi, að kjarnorkuveldin eyði kjarnorkuvopnum sínum þegar í stað þannig að dauðinn eigi ekki eftir að koma af himnum ofan eins og hann gerði úr bandarískum árásarþotum í Hiroshima og Nagasaki fyrir 71 ári.Þess vegna fleytum við kertum Afleiðingar þessarar illræmdustu hernaðaraðgerðar sögunnar verða ekki aðeins mældar í tölu látinna eða eyðileggingar á landi og mannvirkjum. Afleiðingarnar hafa fram á þennan dag verið að birtast í líkamlegum kvillum og sálarmeinum eftirlifenda. Skilaboðin til samtímans ættu að vera þau að afleiðingarnar tali til okkar öllum stundum. Þær eiga að vera okkur víti til varnaðar. Þess vegna er hollt að minnast þessara atburða. Þess vegna er það orðinn árlegur viðburður á Íslandi í ágústmánuði að fleyta kertum í minningu fórnarlambanna frá Hiroshima og Nagasaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hinn 6. ágúst 1945 varð japanska borgin Hiroshima fyrir kjarnorkuárás og þremur dögum síðar, hinn 9. ágúst, borgin Nagasaki. Fyrr í sumar heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseti þessar tvær borgir. Ýmsir gerðu sér vonir um að Bandaríkjaforseti bæðist afsökunar á kjarnorkuárásunum fyrir rúmum sjö áratugum.Einbeittur drápsvilji Obama baðst ekki afsökunar heldur talaði í kringum efnið: „Fyrir 71 ári féll dauðinn af himnum ofan og heimurinn breyttist,“ sagði Obama um sprengjuna sem „sýndi að mannkynið hefur alla burði til að tortíma sér sjálft“. Dauðinn kom ekki af himnum ofan í einhverjum óræðum skilningi, heldur létust á þriðja hundrað þúsund manns þegar Bandaríkjamenn af einbeittum ásetningi vörpuðu sprengjum á borgirnar tvær til þess að drepa og hræða.Hótuðu tortímingu Eftir fyrri árásina var krafist uppgjafar af hálfu Japana, ella skyldu þeir hafa verra af og búast við „regni tortímingar og eyðileggingar, meiri en dæmi væru um í sögu heimsbyggðarinnar“, eins og sagði orðrétt í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá þessum tíma. Eftir síðari árásina sannfærðust Japanir um að alvara var að baki þessari hótun.Ásetningur að baki hótunum Þetta var úthugsuð aðgerð og hugmyndafræðin er enn til staðar. Á henni, hótunarmætti handhafa kjarnorkusprengjunnar, hvílir aðferðafræði Bandaríkjanna og NATO. Kjarnorkuveldin tala um „fælingarmátt“ vopna sinna til að láta líta svo út að þessar þjóðir séu alltaf í vörn. Fælingarmátturinn byggir á því að „óvinurinn“ trúi því að ásetningur sé að baki hótunum um að beita kjarnorkuvopnum ef þurfa þykir. Þess vegna verður aldrei beðist afsökunar á Hiroshima og Nagasaki af hálfu þessara bandalagsþjóða Íslands í NATO. Það verður aldrei gert á meðan hernaðarstefna NATO er við lýði.Fordæma ríki sem vilja vera eins! En svo mikill er tvískinnungurinn, að Íran er hótað öllu illu ef það ríki vogar sér að taka upp sömu kjarnorkuvopnastefnu og Bandaríkin! Sjálfum þykir mér einsýnt að heimurinn eigi að berjast gegn kjarnorkuvopnavæðingu Írans og allra ríkja sem eru að feta sig inn á þessa viðsjárverðu braut. En gleymum ekki að krefjast þess að sama skapi, að kjarnorkuveldin eyði kjarnorkuvopnum sínum þegar í stað þannig að dauðinn eigi ekki eftir að koma af himnum ofan eins og hann gerði úr bandarískum árásarþotum í Hiroshima og Nagasaki fyrir 71 ári.Þess vegna fleytum við kertum Afleiðingar þessarar illræmdustu hernaðaraðgerðar sögunnar verða ekki aðeins mældar í tölu látinna eða eyðileggingar á landi og mannvirkjum. Afleiðingarnar hafa fram á þennan dag verið að birtast í líkamlegum kvillum og sálarmeinum eftirlifenda. Skilaboðin til samtímans ættu að vera þau að afleiðingarnar tali til okkar öllum stundum. Þær eiga að vera okkur víti til varnaðar. Þess vegna er hollt að minnast þessara atburða. Þess vegna er það orðinn árlegur viðburður á Íslandi í ágústmánuði að fleyta kertum í minningu fórnarlambanna frá Hiroshima og Nagasaki.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun