Framkvæmdastjóri Hafnarness: Salan framkvæmd til að halda rekstri áfram Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2016 20:57 Ólafur segir það lágmark að menn kynni sér málavexti áður en þeir tjá sig um málið. Vísir „Það er sárt að sjá hvernig sumir vilja mála ljóta mynd af [sölunni] og setja [hana] í afskræmdan búning. Líkt og ég hef komið hér inn á þá voru þetta erfið spor að taka og okkur var hugsað til starfsfólksins og samfélagsins,“ skrifar Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf., í aðsendri grein á Hafnarfréttum.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Undir lok síðasta mánaðar bárust fregnir af því að HB Grandi hefði keypt aflahlutdeildir fyrirtækisins, sem staðsett er í Þorlákshöfn, í bolfiski. Þar ræðir um tæplega 1.600 þorskígildistonn sem fyrirtækið hyggst flytja til Vopnafjarðar til að tryggja bolfisksvinnslu þar. Salan átti sér stað vegna skuldar Hafnarness við viðskiptabanka sinn. Sú skuld var tilkomin vegna kaupa á aflaheimildum árið 2006. „Salan nú var framkvæmd til að eiga kost á að halda áfram rekstri fyrirtækisins. Þetta voru gífurlega þung og sár spor fyrir okkur, enda hafa aðstandendur félagsins stundað útgerð í 40 ár,“ skrifar Ólafur. Í kjölfar brotthvarfs kvótans úr byggðarlaginu sendi bæjarstjórn Ölfuss meðal annars frá sér ályktun auk þess að bæjarstjórinn Gunnsteinn Ómarsson sagði sína skoðun á kaupunum. Að mati Ólafs er framganga bæjarstjórnar ósvífin og dónaskapur gagnvart fyrirtækinu. Að hans mati ættu bæjarstjórnarmenn að einbeita séra ð því að styðja við atvinnurekstur í bænum og þá ekki síst þegar fyrirtæki eru að reyna að vinna sig úr erfiðri stöðu. „Að láta í veðri vaka að þetta hafi verið auðveld ákvörðun hjá okkur er í besta falli ósmekklegt. Fyrirtækið og aðstandendur þess bera sterkar taugar til sinnar heimasveitar og hafa reynt að láta gott af sér leiða. Síðustu misseri hafa verið mjög erfið og ákvörðunin um söluna var ekki tekin af léttúð, heldur illri nauðsyn. Þetta var nauðsynlegt skref til þess að geta haldið áfram rekstri til langframa og halda sem flestum í vinnu til lengri tíma litið,“ ritar Ólafur. Þá þykir honum einnig ómaklega vegið að fyrirtækinu með þeirri fullyrðingu sveitarstjórnarmanna að þeir hafi fyrst frétt af málinu í fjölmiðlum. Þeim hefði verið í lófa lagið að heyra í aðstandendum Hafnarness eða að kíkja í heimsókn í fyrirtækið. „Það þykir mér ekki til eftirbreytni, lágmark er að menn hafi reynt að kynna sér málin áður en þeir fara að tjá sig um þau í fjölmiðlum,“ segir í greininni. Hana má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Formaður SFS segir óalgegnt að kvóti sé færður milli kjördæma Jens Garðar Helgason segir fyrirtæki í sjávarútvegi yfirleitt sýna mikla samfélagslega ábyrgð. 27. júlí 2016 14:43 Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. 26. júlí 2016 17:59 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Það er sárt að sjá hvernig sumir vilja mála ljóta mynd af [sölunni] og setja [hana] í afskræmdan búning. Líkt og ég hef komið hér inn á þá voru þetta erfið spor að taka og okkur var hugsað til starfsfólksins og samfélagsins,“ skrifar Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf., í aðsendri grein á Hafnarfréttum.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Undir lok síðasta mánaðar bárust fregnir af því að HB Grandi hefði keypt aflahlutdeildir fyrirtækisins, sem staðsett er í Þorlákshöfn, í bolfiski. Þar ræðir um tæplega 1.600 þorskígildistonn sem fyrirtækið hyggst flytja til Vopnafjarðar til að tryggja bolfisksvinnslu þar. Salan átti sér stað vegna skuldar Hafnarness við viðskiptabanka sinn. Sú skuld var tilkomin vegna kaupa á aflaheimildum árið 2006. „Salan nú var framkvæmd til að eiga kost á að halda áfram rekstri fyrirtækisins. Þetta voru gífurlega þung og sár spor fyrir okkur, enda hafa aðstandendur félagsins stundað útgerð í 40 ár,“ skrifar Ólafur. Í kjölfar brotthvarfs kvótans úr byggðarlaginu sendi bæjarstjórn Ölfuss meðal annars frá sér ályktun auk þess að bæjarstjórinn Gunnsteinn Ómarsson sagði sína skoðun á kaupunum. Að mati Ólafs er framganga bæjarstjórnar ósvífin og dónaskapur gagnvart fyrirtækinu. Að hans mati ættu bæjarstjórnarmenn að einbeita séra ð því að styðja við atvinnurekstur í bænum og þá ekki síst þegar fyrirtæki eru að reyna að vinna sig úr erfiðri stöðu. „Að láta í veðri vaka að þetta hafi verið auðveld ákvörðun hjá okkur er í besta falli ósmekklegt. Fyrirtækið og aðstandendur þess bera sterkar taugar til sinnar heimasveitar og hafa reynt að láta gott af sér leiða. Síðustu misseri hafa verið mjög erfið og ákvörðunin um söluna var ekki tekin af léttúð, heldur illri nauðsyn. Þetta var nauðsynlegt skref til þess að geta haldið áfram rekstri til langframa og halda sem flestum í vinnu til lengri tíma litið,“ ritar Ólafur. Þá þykir honum einnig ómaklega vegið að fyrirtækinu með þeirri fullyrðingu sveitarstjórnarmanna að þeir hafi fyrst frétt af málinu í fjölmiðlum. Þeim hefði verið í lófa lagið að heyra í aðstandendum Hafnarness eða að kíkja í heimsókn í fyrirtækið. „Það þykir mér ekki til eftirbreytni, lágmark er að menn hafi reynt að kynna sér málin áður en þeir fara að tjá sig um þau í fjölmiðlum,“ segir í greininni. Hana má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Formaður SFS segir óalgegnt að kvóti sé færður milli kjördæma Jens Garðar Helgason segir fyrirtæki í sjávarútvegi yfirleitt sýna mikla samfélagslega ábyrgð. 27. júlí 2016 14:43 Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. 26. júlí 2016 17:59 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09
Formaður SFS segir óalgegnt að kvóti sé færður milli kjördæma Jens Garðar Helgason segir fyrirtæki í sjávarútvegi yfirleitt sýna mikla samfélagslega ábyrgð. 27. júlí 2016 14:43
Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. 26. júlí 2016 17:59