Hold Fokus tilnefnt til tveggja verðlauna Sæunn Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2016 11:56 Tjarnargötu teymið. Mynd/M. Flóvent Auglýsingaherferðin Hold Fokus hefur nú verið tilnefnt til verðlauna í tveimur flokkum í hinum virtu “Digital Communication” verðlaunum. Herferðin er unnin af íslenska framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan í samstarfi við norska fyrirtækið PR- operatørene og er hún gerð fyrir miðstöð umferðaröryggis í Noregi, Trygg Traffik og tryggingarfélagið Gjensidige. „Hugmyndin á bakvið Höldum Fókus verkenið er að ríða ætíð á vaðið með notkun nýrra miðla og að þróa nýjar leiðir til að grípa athygli notenda á þeim miðlum sem það er vant að nota þá nú þegar" segir Einar Ben framkvæmdarstjóri Tjarnargötunar í tilkynningu. Hold Fokus herferðin er einmitt tilnefnt í flokknum “Nýsköpun ársins” á “Digital Communication” verðlaununum og á þar í kappi við þýska flugrisann Lufthansa, Vodafone, bankarisann HSBC og fleiri fyrirtæki. Herferðin er einnig tilnefnd í flokknum “Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja” en í þeim flokki eru herferðir frá tyrkneska farsímarisanum Turkcell, Vodafone og fleiri fyrirtækjum einnig tilnefnd. Tilkynnt verður um sigurvegara við hátíðlega athöfn í Berlín þann 29. september næstkomandi í hinu sögufræga Kino International kvikmyndahúsi. Hold Fokus hefur áður verið tilnefnd á alþjóðlegum verðlaunum, þar á meðal til Digiday verðlaunanna í Bandaríkjunum, auk hinna evrópsku Sabre og European Excellence Awards. Þá hefur herferðin unnið til verðlauna í Noregi. Herferðin bendir á hættur þess að nota farsíma undir stýri og í kjölfar hennar spratt upp mikil umræða í Noregi um ökumenn sem héldu ekki athygli vegna farsíma þar í landi og er talið að herferðin hafi fengið um 30 milljón birtingar og verið lofsungin af mörgum af helstu fjölmiðlum Noregs. Hold Fokus verkefnið var upphaflega gert á Íslandi árið 2013 undir nafninu “Höldum Fókus” og vakti þá mikla athygli enda voru um 35.000 einstaklingar sem dreifðu herferðinni á samfélagsmiðlum. Nýlega kynnti Tjarnargatan nýjan lið í Höldum Fókus sem braut blað í notkun Snapchat samfélagsmiðilsins sem markaðstóls á Íslandi. Sjá hér: (https://www.youtube.com/watch?v=FSPV1Qs3f6s)„Undanfarna 11 mánuði höfum við jafnframt lagt grunn að nýstárlegri blöndu tækni og myndefnis sem snýr að beinum samskiptum notenda við auglýsinguna. Við vonumst eftir að það verði burðarbitinn í Höldum Fókus 3, bæði hérlendis og erlendis" segir Einar Ben að lokum. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Auglýsingaherferðin Hold Fokus hefur nú verið tilnefnt til verðlauna í tveimur flokkum í hinum virtu “Digital Communication” verðlaunum. Herferðin er unnin af íslenska framleiðslufyrirtækinu Tjarnargatan í samstarfi við norska fyrirtækið PR- operatørene og er hún gerð fyrir miðstöð umferðaröryggis í Noregi, Trygg Traffik og tryggingarfélagið Gjensidige. „Hugmyndin á bakvið Höldum Fókus verkenið er að ríða ætíð á vaðið með notkun nýrra miðla og að þróa nýjar leiðir til að grípa athygli notenda á þeim miðlum sem það er vant að nota þá nú þegar" segir Einar Ben framkvæmdarstjóri Tjarnargötunar í tilkynningu. Hold Fokus herferðin er einmitt tilnefnt í flokknum “Nýsköpun ársins” á “Digital Communication” verðlaununum og á þar í kappi við þýska flugrisann Lufthansa, Vodafone, bankarisann HSBC og fleiri fyrirtæki. Herferðin er einnig tilnefnd í flokknum “Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja” en í þeim flokki eru herferðir frá tyrkneska farsímarisanum Turkcell, Vodafone og fleiri fyrirtækjum einnig tilnefnd. Tilkynnt verður um sigurvegara við hátíðlega athöfn í Berlín þann 29. september næstkomandi í hinu sögufræga Kino International kvikmyndahúsi. Hold Fokus hefur áður verið tilnefnd á alþjóðlegum verðlaunum, þar á meðal til Digiday verðlaunanna í Bandaríkjunum, auk hinna evrópsku Sabre og European Excellence Awards. Þá hefur herferðin unnið til verðlauna í Noregi. Herferðin bendir á hættur þess að nota farsíma undir stýri og í kjölfar hennar spratt upp mikil umræða í Noregi um ökumenn sem héldu ekki athygli vegna farsíma þar í landi og er talið að herferðin hafi fengið um 30 milljón birtingar og verið lofsungin af mörgum af helstu fjölmiðlum Noregs. Hold Fokus verkefnið var upphaflega gert á Íslandi árið 2013 undir nafninu “Höldum Fókus” og vakti þá mikla athygli enda voru um 35.000 einstaklingar sem dreifðu herferðinni á samfélagsmiðlum. Nýlega kynnti Tjarnargatan nýjan lið í Höldum Fókus sem braut blað í notkun Snapchat samfélagsmiðilsins sem markaðstóls á Íslandi. Sjá hér: (https://www.youtube.com/watch?v=FSPV1Qs3f6s)„Undanfarna 11 mánuði höfum við jafnframt lagt grunn að nýstárlegri blöndu tækni og myndefnis sem snýr að beinum samskiptum notenda við auglýsinguna. Við vonumst eftir að það verði burðarbitinn í Höldum Fókus 3, bæði hérlendis og erlendis" segir Einar Ben að lokum.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira