Fótbolti

Grátlegt jafntefli hjá Bröndby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur í baráttunni við landa sinn, Kjartan Henry Finnbogason, fyrr á leiktíðinni.
Hjörtur í baráttunni við landa sinn, Kjartan Henry Finnbogason, fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í miðri vörn Bröndby sem gerði fjörugt 3-3 jafntefli við Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Teemu Pukki kom Bröndby yfir í fyrri hálfleik, en Paul Onuachu jafnaði í síðari hálfleik fyrir Midtjylland. Pukki virtist vera tryggja Bröndby sigurinn með tveimur mörkum á 76. og 79. mínútu, en annað kom á daginn.

Fyrirliði Midtjylland, Jakob Poulsen, skoraði úr tveimur vítaspyrnum á síðustu fjórum mínútum leiksins og tryggði því Midtjylland eitt stig á heimavelli.

Bröndby er með átta stig eftir fjóra leiki í þriðja sætinu jafn mörg stig og Midtjylland sem er sæti ofar á markatölu.

Elías Már Omarsson var ónotaður varamaður hjá Vålerenga sem vann 2-0 sigur á Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni, en Elías gæti verið á förum frá félaginu.

Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahóp Start í sömu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×