Fótbolti

Sigur hjá þre­menn­ing­un­um í Hammarby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir og Ögmundur fagna sigri.
Birkir og Ögmundur fagna sigri. vísir/guðmundur svansson
Íslendingaliðið Hammarby vann mikilvægan sigur á Kalmar, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hammarby komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá , en Romarinho jafnaði fyrir Kalmar í síðari hálfleik.

Viktor Elm tryggði svo Hammarby sigur í síðari hálfleik, en sigurmarkið kom eftir tæplega klukkustunda leik.

Allir Íslendingarnir þrír spiluðu allan leikinn fyrir Hammarby. Ögmundur Kristinsson í markinu, Birkir Már Sævarsson í vörninni og Arnór Smárason í fremstu víglínu.

Hammarby er í tólfta sætinu með 20 stig, en Kalmar í sætinu fyrir ofan með einu stigi meira.

Fyrrum félagar Arnórs Ingva Traustasonar í Norrköping unnu 3-1 sigur á Örebro og eru nú stigi á eftir Viðarni Erni Kjartanssyni og Kára Árnasyni á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×