Fótbolti

Viðar og Kári í sigurliði í Íslendingaslagnum

Viðar í leik með Malmö.
Viðar í leik með Malmö. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson, Haukur Heiðar Hauksson, Kári Árnason og VIðar Örn Kjartansson voru allir í eldlínunni á Norðurlöndunum, en gengi þeirra var misjafnt.

Nordsjælland tapaði grátlega 2-1 fyrir AaB á heimavelli, en Rúnar Alex stóð í markinu hjá Nordsjælland í leiknum.

Mathias Jensen kom Nordsjæland yfir í fyrri hálfleik, en Marco Meilinger jafnaði í síðari hálfleik. Markus Holgersson skoraði svo sigurmark AaB í uppbótartíma.

Nordsjælland er með þrjú stig eftir fyrstu fjóra leikina, en AaB er með átta stig í öðru sæti.

Malmö rígheldur í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á AIK á heimavelli, en Magnus Wolff Eikrem skoraði í fyrri hálfleik og Anders Christiansen bætti við marki í uppbótartíma.

Kári spilaði allan leikinn, en Viðar var tekinn af velli á 86. mínútu. Malmö er á toppnum með fjögurra stiga forskot á Norrköping sem á þó leik til góða.

Haukur Heiðar Hauksson kom inná sem varamaður á 34. mínútu fyrir AIK sem er í þriðja sætinu með 30 stig, átta stigum á eftir toppliði Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×