Aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar kynntar í næstu viku Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 19:51 Frumvarp sem mun draga úr vægi verðtryggingar verður lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra. Full samstaða sé um málið í ríkisstjórn en þó sé ekki verið að afnema verðtrygginguna líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun en þetta var fyrsti fundur hennar eftir sumarhlé. Á honum var meðal annars farið yfir þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og þau áherslumál sem hún vill klára fyrir kosningar. Er afnám verðtryggingar eitt af þessum málum?„Aðgerðir í húsnæðismálum og lánamálum sem að tengjast verðtryggingu eru mál sem að við höfum verið að skoða,” segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Afnám verðtryggingar fyrir kosningarSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt forgangsmál að losa samfélagið úr viðjum verðtryggingar áður en gengið verði til kosninga. Ríkisstjórnin hefði á fyrri part árs 2014 samþykkt með hvaða hætti yrði unnið að afnámi verðtryggingar „Og við vorum búin að leggja drög að því að halda mikla kynningu í Hörpu, eins og við höfum gert tvisvar áður á kjörtímabilinu, halda hana í september, þar sem við myndum kynna mjög flott plan í þessu verðtryggingarmáli," sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í gær.Draga úr vægi verðtryggingarBjarni segist ekki tilbúinn að segja til um hvenær aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum verða kynntar. „En þess er að vænta að við munum boða í tengslum við nýtt þing aðgerðir í húsnæðismálum sem að eiga að gera ungu fólki sérstaklega, kleift að safna fyrir höfuðstól og greiða niður skuldir þannig að fleiri Íslendingar geti búið í eigin húsnæði til framtíðar. Það er auðvitað aðal verkefni okkar,“ segir Bjarni.Fela þær aðgerðir í sér afnám verðtryggingar?„Það er ekki hægt að tala um að við séum að fara í einhvers konar einfalt afnám verðtryggingar í tengslum við þetta, það get ég ekki sagt,“ segir Bjarni. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku og í kjölfarið fyrir þingflokka. Með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við þeirri staðreynd að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán geri ungu fólki helst kleift að kaupa fasteign. Aðgerðirnar muni draga úr vægi verðtryggingarinnar en ekki afnema hana.Aldrei talað fyrir því að afnema verðtryggingunaSamkvæmt þessu talar formaður Framsóknarflokksins um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna fyrir kosningar en fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins talar hins vegar um að draga úr vægi hennar.En Bjarni, er samstaða í ríkisstjórninni um að grípa til þessara aðgerða sem þú nefnir?„Já það tel ég alveg tvímælalaust vera.“Þannig að formaður Framsóknarflokksins talar um afnám verðtryggingar en þú talar um að draga úr vægi hennar?„Ég hef aldrei talað fyrir því að á Íslandi væri hægt með einu pennastriki að afnema verðtrygginguna úr efnahagslífinu, ég hef aldrei talað fyrir því,“ segir Bjarni. Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Frumvarp sem mun draga úr vægi verðtryggingar verður lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra. Full samstaða sé um málið í ríkisstjórn en þó sé ekki verið að afnema verðtrygginguna líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun en þetta var fyrsti fundur hennar eftir sumarhlé. Á honum var meðal annars farið yfir þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og þau áherslumál sem hún vill klára fyrir kosningar. Er afnám verðtryggingar eitt af þessum málum?„Aðgerðir í húsnæðismálum og lánamálum sem að tengjast verðtryggingu eru mál sem að við höfum verið að skoða,” segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Afnám verðtryggingar fyrir kosningarSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt forgangsmál að losa samfélagið úr viðjum verðtryggingar áður en gengið verði til kosninga. Ríkisstjórnin hefði á fyrri part árs 2014 samþykkt með hvaða hætti yrði unnið að afnámi verðtryggingar „Og við vorum búin að leggja drög að því að halda mikla kynningu í Hörpu, eins og við höfum gert tvisvar áður á kjörtímabilinu, halda hana í september, þar sem við myndum kynna mjög flott plan í þessu verðtryggingarmáli," sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í gær.Draga úr vægi verðtryggingarBjarni segist ekki tilbúinn að segja til um hvenær aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum verða kynntar. „En þess er að vænta að við munum boða í tengslum við nýtt þing aðgerðir í húsnæðismálum sem að eiga að gera ungu fólki sérstaklega, kleift að safna fyrir höfuðstól og greiða niður skuldir þannig að fleiri Íslendingar geti búið í eigin húsnæði til framtíðar. Það er auðvitað aðal verkefni okkar,“ segir Bjarni.Fela þær aðgerðir í sér afnám verðtryggingar?„Það er ekki hægt að tala um að við séum að fara í einhvers konar einfalt afnám verðtryggingar í tengslum við þetta, það get ég ekki sagt,“ segir Bjarni. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku og í kjölfarið fyrir þingflokka. Með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við þeirri staðreynd að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán geri ungu fólki helst kleift að kaupa fasteign. Aðgerðirnar muni draga úr vægi verðtryggingarinnar en ekki afnema hana.Aldrei talað fyrir því að afnema verðtryggingunaSamkvæmt þessu talar formaður Framsóknarflokksins um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna fyrir kosningar en fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins talar hins vegar um að draga úr vægi hennar.En Bjarni, er samstaða í ríkisstjórninni um að grípa til þessara aðgerða sem þú nefnir?„Já það tel ég alveg tvímælalaust vera.“Þannig að formaður Framsóknarflokksins talar um afnám verðtryggingar en þú talar um að draga úr vægi hennar?„Ég hef aldrei talað fyrir því að á Íslandi væri hægt með einu pennastriki að afnema verðtrygginguna úr efnahagslífinu, ég hef aldrei talað fyrir því,“ segir Bjarni.
Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira